Són - 01.01.2004, Blaðsíða 32

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 32
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON32 Konungsbók mun vera rituð á fyrri hluta 14. aldar, nálægt 1325. Ekki er mönnum nú ljóst hvers vegna þessi kvæði hafa fengið að fljóta þarna með en ef til vill hefur þeim sem skráði ekki gengið annað til en að nýta auð blöð aftast í handritinu og ber að hugsa hlýlega til hans fyrir það því „Málsháttakvæðið“ er hvergi varðveitt annars staðar. Kvæðið er fyrir margra hluta sakir einstakt meðal fornra norrænna kvæða. Formlega á það sér þó margar hliðstæður. Það er drápa þrítug undir runhendum hætti. Kvæðið er reyndar varðveitt örlítið skert og vantar í vísur 1, 16 og 30. En ljóst er af samhenginu að 30. erindi er lokaerindi. Drápan hefur stef, eins og skylt þótti um drápur, og skáldið, sem hefur gott skopskyn, kynnir stefið með þeim orðum að það yrki hann gagngert til þess að kvæðið verði ekki kallað þula. Konráð Gíslason4 stakk upp á nafninu „Fornyrðadrápa“, sem heiti á kvæðinu, og rökstuddi það meðal annars þannig að drápur hefðu ætíð borið drápuheiti. Stefið, sem er fjórar hendingar, hefur einnig varð- veist með örlitlum orðalagsmun í Hauks þætti hábrókar í Flateyjarbók. Efni stefsins er sótt í hina ævintýralegu frásögn af viðskiptum Haralds konungs hárfagra og Snjófríðar en hún var finnskrar ættar og kvenna vænst. Finninn Svási, faðir Snjófríðar, snýr hug Haralds með fjöl- kynngi og forneskju svo að Haraldur gáir einskis nema elska Snjó- fríði. Ágrip, sem talið er samið um 1190, mun vera elsta rit sem geymir þessa sögu. Höfundur „Málsháttakvæðisins“ ber saman liðinn tíma og sinn eigin í ástamálum: Ekki varð-at forðum farald, Finnan gat þó ærðan Harald, honum þótti sólbjört sú. Slíks dæmi verður mörgum nú. Bragarhátturinn er, eins og áður sagði, runhenda. Hvert vísuorð hefur fjögur ris og hvert erindi er yfirleitt áttmælt, þ.e. hvert vísuorð myndar fullburða, sjálfstæða setningu. Snorri Sturluson sýnir mörg dæmi um runhendur í „Háttatali“ sínu og 91. vísa samsvarar „Máls- háttakvæðinu“ að byggingu: Þiggja kná með gulli glöð gotna ferð að ræsi mjöð, drekka lætur hann sveit að sín silfri skenkt ið fagra vín. 4 Konráð Gíslason (1897:II, 134).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.