Són - 01.01.2004, Blaðsíða 135
HVERS MEGA SÍN ORÐ LJÓÐSINS? 135
máli, margskonar tilbreytni í formi, ný lífsviðhorf og höfnun á ýmis-
legu hugmyndafræðilegu erfðagóssi hefðarkvæðanna, s.s. skjalli um
ættjörð og forfeður, kröfunni um uppörvun, hvatningu, bjartsýni og
sannfæringunni um göfugan tilgang mannsins.
Ljóðin verða innhverf; skáldin beina athyglinni inn í mannshug-
ann en ekki að hráu yfirborði tilverunnar. Oft tjá þau hugrenningar
sínar án skýringa eða búa um þær í ljóðmyndum sem við verðum að
lesa úr eða túlka.
Orð eru dýr
Atómskáldin ungu gengu að nýbreytninni vitandi vits með ákveðin
markmið í huga. Þau segja mælsku í ljóðum stríð á hendur. Uppreisn
þeirra beinist gegn „andlausri skrúðmælgi, umskriftalausum ytri lýs-
ingum, myndlausum frásagnakvæðum og alls konar bundnu „þjóð-
legu“ rausi sem var að kæfa ljóðið“.2 Þetta skrifar atómskáldið Einar
Bragi. Gegn þessu skal endurnýjuninni stefnt með viðleitni til „sköp-
unar nýrra ljóðforma, hreinsunar ljóðmálsins, nýbreytni í myndum,
líkingum og hugmyndatengslum“. Mælska hafði löngum verið fyrir-
ferðarmikil í íslenskum kveðskap, bæði á nítjándu öld og fram á þá
tuttugustu. Það á ekki einungis við um rómantísku skáldin, heldur
líka mörg skáld sem seinna voru á ferðinni, s.s. Einar Benediktsson,
Stephan G. Stephansson, Jóhannes úr Kötlum og Davíð Stefánsson.
Atómskáldin leggja áherslu á merkingarbærar ljóðmyndir og
óvænt hugrenningatengsl í stað mælsku. Slíkur ljóðstíll verður jafn-
framt til þess að draga verulega úr mælsku, útskýringum og orða-
lengingum og stuðlar þannig að miðleitni.
Ljóðmyndir
Nýbreytnin í myndmálinu, sem Einar Bragi gat um, er annað megin-
atriði. Áherslu byltingarskáldanna á ljóðmyndir orðaði Einar Bragi
svo: „Veruleiki ljóðs er ekki yrkisefnið sjálft, heldur mynd þess. Í góðu
ljóði hverfur yrkisefnið í mynd sína, verður hún.“3 Myndin og yrkis-
efnið eru eitt; í mynd ljóðsins er þá líka fólgin sú hugsun eða þau skila-
boð sem ljóðið flytur lesandanum. Sigfús Daðason fjallar líka um þetta.
2 Einar Bragi (1958:38).
3 Einar Bragi (1955:38).