Són - 01.01.2004, Blaðsíða 18

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 18
VALGERÐUR ERNA ÞORVALDSDÓTTIR18 Gautland en þessar vísur standa saman í Heimskringlu. Finnur Jónsson telur þær vera úr fyrsta hluta flokksins.35 Sighvatur notar fáar og einfaldar kenningar í „Austurfararvísum“, eins og endranær, en fléttar setningum saman svo að vísurnar geta virst flóknar við fyrstu sýn. Í fyrsta erindi ávarpar hann konunginn, kveður sér hljóðs og rifjar upp tildrög ferðarinnar, hvaðan hann lagði af stað og hvert förinni var heitið. Í þriðja vísuorði er innskotssetning, þolðak vás, sem minnir áheyrendurna á erfiðleika og hættur sem erind- reki konungs mátti glíma við á ferðalögum. Með setningunni dregur Sighvatur upp hetjulega mynd af sjálfum sér á einu augabragði; hann er hinn harðgeri garpur sem tekst á við óblíð náttúruöfl á meðan hirð- mennirnir, áheyrendur hans, sitja heima og orna sér við elda. Það má gera sér í hugarlund að kurr hafi farið um hópinn sem hlýddi á kvæð- ið en Ólafur konungur hefur vafalaust skemmt sér hið besta. Í annarri vísu hefst hin eiginlega ferðasaga. Sighvatur og félagar rekast þar á fyrsta alvarlega farartálmann, á sem þeir komast loks yfir við illan leik: Létk til Eiðs, þvít óðumsk aptrhvarf, dreginn karfa, vér stilltum svá, valtan, vátr, til glœps á báti. Taki hlœgiskip hauga herr. Sákat far verra. Létk til heims á hrúti hætt. Fór betr an vættak.36 Vátr létk valtan karfa dreginn til Eiðs, þvít óðumsk aptrhvarf; vér stilltum svá til glœps á báti. Hauga herr taki hlœgiskip. Sákat verra far. Létk hætt til á heims hrúti. Fór betr an vættak. Sighvatur fer háðulegum orðum um farkostinn og leynir ekki gremju sinni. Orðið karfi kemur hvergi annars staðar fyrir í dróttkvæðum og bátr aðeins einu sinni, í gamansömum kviðlingi eftir Þjóðólf Arnórs- 35 ÍF XXVII (1945:135–138); Skj BI (1912:220–222). Hér eftir verður uppröðun Finns Jónssonar í Skj fylgt. 36 Hér eftir verður fylgt texta Heimskringlu II í útgáfu Hins íslenzka fornritafélags sem Bjarni Aðalbjarnarson sá um. Vísurnar sem hér eru til umfjöllunar eru í 91. kafla Heimskringlu II. ÍF XXVII (1945:135–138).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.