Són - 01.01.2004, Blaðsíða 18
VALGERÐUR ERNA ÞORVALDSDÓTTIR18
Gautland en þessar vísur standa saman í Heimskringlu. Finnur Jónsson
telur þær vera úr fyrsta hluta flokksins.35
Sighvatur notar fáar og einfaldar kenningar í „Austurfararvísum“,
eins og endranær, en fléttar setningum saman svo að vísurnar geta
virst flóknar við fyrstu sýn. Í fyrsta erindi ávarpar hann konunginn,
kveður sér hljóðs og rifjar upp tildrög ferðarinnar, hvaðan hann lagði
af stað og hvert förinni var heitið. Í þriðja vísuorði er innskotssetning,
þolðak vás, sem minnir áheyrendurna á erfiðleika og hættur sem erind-
reki konungs mátti glíma við á ferðalögum. Með setningunni dregur
Sighvatur upp hetjulega mynd af sjálfum sér á einu augabragði; hann
er hinn harðgeri garpur sem tekst á við óblíð náttúruöfl á meðan hirð-
mennirnir, áheyrendur hans, sitja heima og orna sér við elda. Það má
gera sér í hugarlund að kurr hafi farið um hópinn sem hlýddi á kvæð-
ið en Ólafur konungur hefur vafalaust skemmt sér hið besta.
Í annarri vísu hefst hin eiginlega ferðasaga. Sighvatur og félagar
rekast þar á fyrsta alvarlega farartálmann, á sem þeir komast loks yfir
við illan leik:
Létk til Eiðs, þvít óðumsk
aptrhvarf, dreginn karfa,
vér stilltum svá, valtan,
vátr, til glœps á báti.
Taki hlœgiskip hauga
herr. Sákat far verra.
Létk til heims á hrúti
hætt. Fór betr an vættak.36
Vátr létk valtan karfa dreginn til Eiðs, þvít óðumsk aptrhvarf;
vér stilltum svá til glœps á báti. Hauga herr taki hlœgiskip.
Sákat verra far. Létk hætt til á heims hrúti. Fór betr an vættak.
Sighvatur fer háðulegum orðum um farkostinn og leynir ekki gremju
sinni. Orðið karfi kemur hvergi annars staðar fyrir í dróttkvæðum og
bátr aðeins einu sinni, í gamansömum kviðlingi eftir Þjóðólf Arnórs-
35 ÍF XXVII (1945:135–138); Skj BI (1912:220–222). Hér eftir verður uppröðun
Finns Jónssonar í Skj fylgt.
36 Hér eftir verður fylgt texta Heimskringlu II í útgáfu Hins íslenzka fornritafélags sem
Bjarni Aðalbjarnarson sá um. Vísurnar sem hér eru til umfjöllunar eru í 91. kafla
Heimskringlu II. ÍF XXVII (1945:135–138).