Són - 01.01.2004, Blaðsíða 136

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 136
EYSTEINN ÞORVALDSSON136 Hann er að ræða um skáld módernismans þegar hann segir: „Markmið þeirra hefur ekki verið að skýra eða einfalda heldur að sýna. Þetta er reyndar orsök þess hve nútímaskáldskapur er oft myrkur.“4 Helstu tegundir ljóðmynda hafa tíðkast frá alda öðli. Líkingar voru vissulega algengar í hefðbundnum kveðskap, en þær voru afar sjaldan torskildar, oft beinlínis notaðar til skýringar á efni kvæðis og skýrðu sig gjarnan sjálfar. Í myndmáli ljóðbyltingarskáldanna koma nýjung- ar fram í öllum tegundum myndmáls: beinum myndum, viðlíkingum, myndhverfingum, persónugervingum. Þó að þessi skáld leggi einna mesta rækt við frumlegar myndhverfingar hefur þeim einnig tekist að nota annarskonar myndir með ferskum hætti. Ljóðamunur Þessi umskipti í ljóðagerðinni verða hér á eftir sýnd nánar með nokkrum dæmum frá skáldunum sjálfum, annarsvegar með kvæðum eftir skáld hefðarinnar og hinsvegar ljóðum skáldanna sem byltu form- gerðinni. Hér er einkum fjallað um þau tvö atriði breytinganna sem reif- uð voru hér að framan: knappt orðfæri og nýstárlega beitingu mynd- máls en hvorttveggja leiddi stundum til torræðni. Hefðbundin kvæði voru oft gríðarlega löng. Í þeim var stundum sögð saga í bundnu máli og skoðanir raktar og rökstuddar. Líkingar voru auðskildar og gjarnan margnotaðar. Til einföldunar mætti kalla hefðbundnu kvæðin skýringar- ljóð en módernísku ljóðin túlkunarljóð því að oft verða lesendur að ráða gátu ljóðsins og túlkunin er ekki alltaf ótvíræð. Skýrast sést þessi munur með samanburði á kvæðum sem fjalla um samskonar eða svipuð yrkis- efni en eru ort með gjörólíkum aðferðum. Að sjálfsögðu verða hér ekki metin eða borin saman gæði ljóða. Tilgangurinn er að varpa ljósi á muninn á markmiðum og aðferðum í ljóðagerð. Ljóðin, sem fjallað er um, eru öll prýðilega ort, hvert á sína vísu. Hver og einn verður að gera upp við sig hvort honum fellur betur við hina mælsku útmálun í hefðbundnum kvæðum skálda eða hina miðleitnu tjáningu svokallaðra nútímaskálda. Meginhugsun þeirra ljóða, sem borin eru saman, er hin sama og lesendur geta svarað eftir sínum smekk spurningunni: Hvorum tekst betur að koma meginhugsuninni til skila? 4 Sigfús Daðason (1952:286–287, leturbreyting Sigfúsar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.