Són - 01.01.2004, Blaðsíða 48

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 48
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON48 vera réttur skilningur. 2 Brand- ingi er óþekkt sögupersóna en orðið kemur einnig fyrir sem heiti á jötni í þulum Snorra-Eddu. 3 Mardallar var glysligur grátur. Hér er vikið að sögunni um Freyju og mann hennar, Óð, sem kunn er úr 35. kap. „Gylfaginningar“. Hann „fór í braut langar leiðir, en Freyja grætur eftir, en tár hennar er gull rautt.“ Freyja á mörg nöfn og meðal þeirra er nafnið Mardöll. Hinn glysligi grátur er því ‘skínandi grátur’ eða ‘gull rautt’. Til er í þjóðsögum okkar Mærþallar saga. Á Mærþöll var lagt að í hvert sinn er hún gréti yrðu tár hennar að gulli. Helga karlsdóttir, hin trygglynda þjónustu- stúlka Mærþallar, kallar hana til sín með þessum orðum: „Komi, komi Mærþöll, / komi mín vina, / komi ljósa mær / á lynggötu. / Ég á gull að gjalda / en gráta ekki má.“28 5 Ásmundr tamdi Gnoð við gjálfur: Ásmundur berserkjabani var maður nefndur. Frá honum er sagt í sögu sem kennd er við hann og Egil einhenda. Sögunni lýkur á þann veg að Ásmundur átti að sækja brullaup sitt til Serklands á einu skipi því að Serkir vildu svíkja hann: „[…] lét Ásmundr þá gera skip þat, er Gnoð hét, ok hefir þat skip stærst gert verit, svá at menn viti, fyrir norðan Grikklandshaf. Af því skipi tók Ásmundr nafn ok var kallaðr Gnoðar-Ásmundr, ok þykkir hann hafa verit mestr af fornkonungum þeim, sem ekki stýrðu þjóðlöndum. Hann tapaðist við Hlésey ok með honum meir en þrjár þúsundir manna, ok segja menn, at Óðinn legði hann með geiri í gegnum, þá hann hljóp fyrir borð, en Gnoð sökk til grunna með öllum farmi sínum, ok hefir síðan engi hlutr fundizt af henni ok engu því, sem þar var á.“29 Finnur Jónsson30 ritar Gnóð en Ásgeir Blöndal Magnússon telur það vafasamt í orðabók sinni. Orðið sé trúlega skylt gnauða og eigi við gnauð sjávar þegar skipið bruni áfram. gjálfur er ‘gutl, gjálp’ eða ‘skvamp’ sjávar en hér fremur haft um hafið sjálft. 6 gulli mælti Þjazi sjálfur. Í 4. kap. „Skáldskaparmála“ í Snorra-Eddu segir að faðir Þjaza jötuns héti Ölvaldi: „Hann var mjög gullauðugur, en er hann dó og synir hans skyldu skipta arfi þá höfðu þeir mæling að gullinu er þeir skiptu að hver skyldi taka munnfylli sína og allir jafnmargar. Einn þeirra var Þjazi, annar Iði, þriðji Gangur. En það höfum vér orðtak nú með oss að kalla gullið munntal þessara jötna, en vér felum í rúnum eða í skáldskap svo að vér köll- um það mál eða orð eða tal þessara jötna.“ Möbius31 valdi lesháttinn mældi í stað mælti og styðst það við að þeir jötnar höfðu mæling að gullinu. 7 Niðjungur skóf af haugi horn. Ekki er ljóst hvaða saga býr hér að baki. Niðjungur er eflaust ‘afkomandi’ eða ‘sonur’ en átt mun við einhverja goðsagnapersónu. Guð- 28 Munnmælasögur 17. aldar (1955:71). Sjá einnig formála sama rits: cxli-cxlii. 29 Fornaldarsögur Norðurlanda III b. (1950:365). 30 Finnur Jónsson (1931:192, 193). 31 Möbius (1873:5, 29). Niðjungur skóf af haugi horn, helsti eru nú minni forn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.