Són - 01.01.2004, Side 45

Són - 01.01.2004, Side 45
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 45 Þetta erindi geymir átta málshætti. 2 einum þykir daufligt saman: ‘einlífið er dapurlegt’. Möbius15 bendir á skyldleika við hina þekktu 47. vísu „Hávamála“: „Ungur var eg forð- um, / fór eg einn saman, / þá varð eg villur vega, / auðigur þóttumst / er eg annan fann. / Maður er manns gaman.“ 3 annars barn er sem úlf að frjá: ‘að elska barn annars manns er eins og að elska úlf’. Finnur Jónsson16 skýrir sem svo að sá sem elski barn annars manns geti ekki treyst því fremur en úlfinum. Hann tekur fram að örugglega sé ekki átt við börn sem fóstruð séu. Vitnisburður bókmenntanna gangi svo augljóslega gegn málshættinum. Sögnin að fría (yngra frjá) merkir að ‘elska’. Hún kemur raunar ekki mjög oft fyrir í fornum skáldskap en þó til dæmis í 92. vísu „Hávamála“: sá fær er fríar. 5 dýrt láta menn dróttins orð: ‘boð herrans ber að virða’. dróttinn: ‘konungur, herra’, leitt af drótt og er hin upphaflega merking foringi dróttar, þ.e. ‘hirðar’. dýr er hér í yfirfærðri merkingu ‘mikilvægur, sá sem ber að sýna virðingu’. láta menn eru eins konar fyllingarorð: ‘menn segja’. Málshátturinn kemur allvíða fyrir í forn- um ritum. 6 drekarnir rísa oft á sporð: Möbius17 vísar í Sögu Magnúss konungs og Haralds konungs í Flateyjarbók18 þar sem sagt er frá viðureign við dreka. Þar segir: „Þá mælti Haraldr, að þeir mundu skiptast til atgöngu við orminn. „Þú, Halldór,“ segir Haraldr, „skalt fara á höfuðið, en Úlfr er sterkari, því skal hann fara á sporðinn, því að þar er allt aflið ormanna.““ Orðtakið að standa e-m á sporði er yfirleitt skýrt með þessari hugmynd. Í 86. vísu „Hávamála“ er varað við „ormi hringlegnum“ en liggi ormurinn svo mun hann líklegur til höggs. Drekar voru ófreskjur sem oft voru í ormslíki. 7 öðlingur skyldi einkar röskur: ‘maður af aðalsættum (höfðingi) á að vera einkar ötull’. 8 æpa kann í mærum fröskur: ‘froskur getur æpt í mýrlendi’. mærr (kvk.): ‘votlendi, mýrlendi, flatlendi’. Anne Holtsmark19 telur að hér vísi skáldið í dæmisögur Esóps sem þýddar voru um 1200 á frönsku og latínu. Hún segir um þetta vísuorð: „Det minner hverken om norske eller islandske naturforhold, men om Æsops fabel om froskene som vilde ha en konge — og fikk mere enn de ønsket.“ 5 Alllítið er ungs manns gaman. Einum þykir daufligt saman. Annars barn er sem úlf að frjá. Óðfús mundi blindur að sjá. Dýrt láta menn dróttins orð. Drekarnir rísa oft á sporð. Öðlingur skyldi einkar röskur. Æpa kann í mærum fröskur. 15 Möbius (1873:26). 16 Finnur Jónsson (1914:67, 68). 17 Möbius (1873:27). 18 Flateyjarbók IV (1945:75). 19 Holtsmark (1937:14).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.