Són - 01.01.2004, Blaðsíða 111
ÞÝÐINGAR GRÍMS THOMSEN ÚR GRÍSKU 111
um lýsingum á íslensku af svipuðum hamförum, svo sem í „Völuspá“,
„Fjallinu Skjaldbreið“ og „Áföngum“:30
Upp úr þursins hundrað hvoftum bogar
hundrað elda standa, um dimmar nætur
í bólgnum straumum renna rauðir logar
rætur fjalls í kring og sleikja fætur,
stíga upp um daga dimmir mekkir,
duna þá og hrikta jötuns hlekkir.
En í meðförum Pindars er eldgosið ekki einungis náttúruhamfarir
heldur beinlínis kraftbirting hinna illu afla í náttúrunni sem samsvara
í mannheimum stjórnleysi, söngleysi, glundroða, skrílræði og skáld-
fíflahlut en eiga sér andstæðu í mætti tónanna, stjórnvisku, skipulagi,
íþróttum, höfðingjastjórn og síðast en ekki síst góðum skáldskap.
Þessi tvíhyggja gengur eins og rauður þráður gegnum drápur Pindars
og nær hámarki í lýsingu á Eyjum hinna sælu þar sem góðir fá verð-
skuldaða umbun:31
Góðra manna röðull rennur eigi,
rógs- og tárlaust lífdaga þeir neyta,
hvorki þeir á landi nje á legi
leita fæðunnar í andlits sveita;
guða standa góðum opnir salir,
geigvænlegar eru vondra kvalir.
Þessar línur minna á þau orð sem Grímur lét falla í ljóðabréfi því til
Jóns Þorkelssonar sem minnst var á hér í upphafi. Þar er Pindari talið
til ágætis að vera „greppa guðhræddastur“ og að hafa megnað með
sínum fránu arnaraugum að sjá hin gylltu sjöt guðanna umfram aðra
menn eins og segir í áðurnefndu ljóðabréfi:32
guða því hann stöðvum flaug svo nærri.
Og hér erum við komin alllangt frá þeim rómantísku viðhorfum sem
einkenna ritgerðir Gríms um norrænan skáldskap frá 1846 þar sem
30 Grímur Thomsen (1934 II:139).
31 Grímur Thomsen (1934 II:148–149).
32 Grímur Thomsen (1934 II:130).