Són - 01.01.2004, Blaðsíða 36

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 36
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON36 Áður var á það minnst að ekki er vitað hver muni hafa ort „Máls- háttakvæðið“ en snemma í rannsóknasögu kvæðisins mun sú hug- mynd hafa kviknað að höfundur „Jómsvíkingadrápu“ væri einnig höf- undur þess. Theodor Möbius12 nefnir þrennt sem rennir stoðum undir þessa ágiskun: a) Um er að ræða innri skyldleika milli kvæð- anna. b) Kvæðin hafa stíllega sérstöðu meðal fornra norrænna kvæða. c) Kvæðin eru varðveitt í sama handriti og stendur „Málsháttakvæðið“ þar næst á eftir „Jómsvíkingadrápu“ sem víst þykir að Bjarni biskup Kolbeinsson í Orkneyjum hafi ort. Brot úr „Jómsvíkingadrápu“ eru varðveitt í handritum Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem kvæðið er eignað Bjarna biskupi.13 Margir fræðimenn hafa orðið til þess að taka undir þessa skoðun og rökstyðja frekar. Sophus Bugge14 er fyllilega sammála Möbiusi og eignar raunar Bjarna líka svokallaðar nafnaþulur sem einnig finnast í Konungsbók Snorra-Eddu. Hann bætir því við að nokkrar orðmyndir eins og „flug“ (4,6), „mula“ (11,4) og „fúa“ (18,2), sem allar bera rím, bendi einnig til þeirrar mállýsku sem töluð var í Orkneyjum. Þarna hefði mátt vænta orðmyndanna flog, mola og fóa. Möbius hafði skýrt þessar orðmyndir svo að skáldið hefði vísvitandi breytt þeim til þess að fá æskileg rímorð á móti „hug“, „þula“, „búa“. En flestir geta eflaust fallist á það sem Konráð Gíslason hafði um það að segja: „Slig vilkårlighed vilde være en fræk forbrydelse på det intel- lectuelle område og stemple gerningsmanden som ‘leirskáld’ af den jammerligste art.“15 En ef til vill má líta á þessi orð sem víxlmyndir. Það á að minnsta kosti við um flug /flog þar sem síðari orðmyndin er a-hljóðverpt tvímynd. Á sama hátt verða hinar orðmyndirnar kannski skýrðar. Eiríkur Magnússon16 hélt því fram að kvæðið væri yngra en almennt er álitið og að höfundurinn gæti ekki verið Bjarni biskup. Kvæðið væri trúlega ort um 1300 og skáldið íslenskt. Röksemdir Eiríks voru að hluta til málfarslegar og Finnur Jónsson17 hrakti þær. Finni þótti einnig mjög líklegt að Bjarni biskup hefði ort „Málsháttakvæðið“ en tekur jafnframt fram að ætíð sé varasamt að eigna tilteknum skáld- um nafnlaus kvæði eða verk. Anne Holtsmark18 þykist greina að 12 Möbius (1873:24). 13 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta. Første bind. (1958:178, 179, 185, 186, 188, 193, 197, 198, 200). 14 Bugge (1875:240). 15 Konráð Gíslason (1897:186). 16 Eiríkur Magnússon (1888:323–328). 17 Finnur Jónsson (1890:253–261). 18 Holtsmark (1937:13).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.