Són - 01.01.2004, Side 53
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 53
Nöfnin Sörli og Seurlus eru vissulega býsna áþekk. Seurlus heillast af hafmey,
þreytir sund til þess að ná til hennar en „he broke his heart and the stout ribs
of his breast“ við þá raun. Christiansen bendir enn fremur á að fyrstu þrjár
braglínurnar í þessu erindi eigi að lesa með þessa sögu í huga. Þær gefi þessa
sögu til kynna á knappan hátt og endurómi jafnframt meginþema kvæðisins,
þ.e. ástarharma. Hér sýnist ekki ólíklegt að um einhver tengsl sé að ræða. Þess
er þó vert að geta að sagnakvæðið mun ekki hafa verið skráð fyrr en á 17. öld.
3 stundum þýtur í logni lá: ‘stundum hvín í hafinu þótt logn sé veðurs’. lá: ‘bára
við land, strandsjór, haf’. 6 frænuskammur er hinn deigi lé: ‘bitið í hinum lina eða
mjúka ljá er skammvinnt’. frænuskammur: af fræna sem merkir ‘bit’ og er leitt af
fránn ‘leiftrandi; hvass, beittur’. lé (kk.): ‘ljár’. 7 kvæðið skal með kynjum allt:
‘kvæðið á allt að vekja furðu’. 8 konungs morgunn er langur ávallt: trúlega er átt
við að það þyki þeim sem bíður þess að ná konungs fundi.
1 bráðséð láta bragnar oft: svipuð
hugsun og í málshættinum margur
rasar fyrir ráð fram. bráðséð er mynd-
að á hliðstæðan hátt og bráðmælt,
bráðráðið, skjótlitið. bragnar (kk.flt.):
‘höfðingjar, menn’. 2 bregður að þeim
er heldur á loft: þetta vísuorð hefur
verið skýrt með ýmsu móti enda
ekki auðskilið þó svo að hér sé
ekki um nein torskilin orð að
ræða. Möbius47 endursegir: ‘dem
aufwärts strebenden wendet es (das glück) sich zu’. Hann minnir einnig á
latneska spakmælið audaces fortuna juvat, eða ‘gæfan er hliðholl hinum djörfu’.
Hugo Gering48 skilur setninguna á svipaðan hátt en hefur þó verið í vafa því
hann setur spurningarmerki við hana. Roberta Frank49 þýðir vísuorðið þannig:
„He whose hand is generous prospers.“ Finnur Jónsson50 þýðir svo: ‘man hold-
er sig til den, som udbreder noget’. Hann tekur saman51: að e-m bregður: ‘noget
føres tilbaget til en, man holder sig til en (som hjemmelsmand)’. Eiríkur
Magnússon52 skýrir hins vegar svo: ‘þeim bregður eigi við sögu, er heldur
14
47 Möbius (1873:33).
48 Gering (1916:24).
49 Frank (2003:149).
50 Den norsk-islandske skjaldedigtning B II (1915:141).
51 Finnur Jónsson (1931:62).
52 Eiríkur Magnússon (1888:336).
Bráðséð láta bragnar oft.
Bregður að þeim er heldur á loft.
Allmargur er til seinn að sefast.
Svo köllum vér ráð sem gefast.
Ekki varð-at forðum farald,
Finnan gat þó ærðan Harald,
honum þótti sólbjört sú.
Slíks dæmi verður mörgum nú.