Són - 01.01.2004, Síða 57

Són - 01.01.2004, Síða 57
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 57 yfir margs kyns lævísi, slíkt mátti ég einnig reyna af hálfu Rannveigar’. Enginn veit nú hver Rannveig var en fremur mun það sjaldgæft að nafn ástkonu sé nefnt í mansöng eða kvæðum. 5 illa hefir sá er annan sýkur: ‘sá gerir illa sem svíkur annan (mann)’. sýkur (frsh.et.nt.) af so. *sýkva sem er víxlmynd við so. svíkja. 6 eigi veit áður hefndum lýkur: ‘það verður ekki vitað hvenær hefndum er (að fullu) lokið’ — þar til verða menn aldrei öruggir. 7 bráðfengur þykir brullaups frami: ‘auðvelt er að öðlast upphefð af brúðkaupi’ — en hvað mun svo verða? Til er málshátturinn stuttur er brullaups frami. 8 brigða lengi er hver hinn sami: ‘mjög lengi (þ.e. kannski ‘ætíð’) er hver og einn sjálfum sér líkur’. brigða er ef.flt. af brigð: ‘sviksemi’. Stendur hér sem eins konar áhersluforliður í herðandi merkingu, sbr. t.d. brigða mikill: ‘mjög mikill’, brigða skjótt: ‘mjög skjótt’. Málshátturinn verður hver með sjálfum sér lengst að fara, sem fyrir kemur í Gísla sögu Súrssonar (14. kap.) og víðar, minnir nokkuð á þessi orð. 1 lýtin þykja skammæ skarar: ‘skjótt vex hár á ný þótt skor- ið hafi verið til lýta’. Eðlileg orðaröð í þessum málshætti væri væntanlega: skammæ eru skarar lýtin. skör: ‘(skorið) höfuðhár karlmanns’. Skylt so. skera. Til er í síðari alda máli málshátturinn: skjót eru skæra lýtin. 2 skrautligt köllum vér nafnið farar: dálítið sér- kennilegt vísuorð. Sveinbjörn Egilsson og Finnur Jónsson64 telja báðir að þetta merki nánast: ‘það er skemmtilegt að ferðast’. Flagðkonan Brana gaf Hálfdani í Hálfdanar sögu Brönufóstra (8. kap.) dreka góðan. Sá hét Skrauti. Í 70. vísu í „Háttatali“ Snorra kemur fyrir orðið skrautför. Hér er greinilega stutt á milli en samt er ekki fyllilega ljóst hvernig skilja ber. 3 trautt kalla eg þann valda er varar: ‘sá sem varar við veldur eigi’. Þessi málsháttur kemur t.d. fyrir í 41. kap. Brennu-Njáls sögu og víðar veldur-at sá, er varar. 4 verða menn þeir er uppi fjarar: Finnur Jónsson65 skýrir þannig: ‘som ved ebbetid bliver stående på det törre (om mænd, som lader sig uagtsomt overrumple)’. Hugo Gering66 skýrir með svipuðum hætti: ‘es gibt leute, die sich zur zeit der ebbe zu lange auf dem strande aufhalten (und von der zurückkehrenden flut überrascht 19 64 Sveinbjörn Egilsson (1860:191) og Finnur Jónsson (1931:512). 65 Finnur Jónsson (1931:135). 66 Gering (1916:18). Lýtin þykja skammæ skarar. Skrautligt köllum vér nafnið farar. Trautt kalla eg þann valda er varar. Verða menn þeir er uppi fjarar. Ógift verður í umbúð skjót. Élin þykja mörgum ljót. Engi of sér við öllum rokum. Jafnan spyrja menn að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.