Són - 01.01.2004, Page 57
MÁLSHÁTTAKVÆÐI 57
yfir margs kyns lævísi, slíkt mátti ég einnig reyna af hálfu Rannveigar’. Enginn
veit nú hver Rannveig var en fremur mun það sjaldgæft að nafn ástkonu sé
nefnt í mansöng eða kvæðum. 5 illa hefir sá er annan sýkur: ‘sá gerir illa sem
svíkur annan (mann)’. sýkur (frsh.et.nt.) af so. *sýkva sem er víxlmynd við so.
svíkja. 6 eigi veit áður hefndum lýkur: ‘það verður ekki vitað hvenær hefndum er
(að fullu) lokið’ — þar til verða menn aldrei öruggir. 7 bráðfengur þykir brullaups
frami: ‘auðvelt er að öðlast upphefð af brúðkaupi’ — en hvað mun svo verða?
Til er málshátturinn stuttur er brullaups frami. 8 brigða lengi er hver hinn sami: ‘mjög
lengi (þ.e. kannski ‘ætíð’) er hver og einn sjálfum sér líkur’. brigða er ef.flt. af
brigð: ‘sviksemi’. Stendur hér sem eins konar áhersluforliður í herðandi
merkingu, sbr. t.d. brigða mikill: ‘mjög mikill’, brigða skjótt: ‘mjög skjótt’.
Málshátturinn verður hver með sjálfum sér lengst að fara, sem fyrir kemur í Gísla sögu
Súrssonar (14. kap.) og víðar, minnir nokkuð á þessi orð.
1 lýtin þykja skammæ skarar:
‘skjótt vex hár á ný þótt skor-
ið hafi verið til lýta’. Eðlileg
orðaröð í þessum málshætti
væri væntanlega: skammæ
eru skarar lýtin. skör: ‘(skorið)
höfuðhár karlmanns’. Skylt
so. skera. Til er í síðari alda
máli málshátturinn: skjót eru
skæra lýtin. 2 skrautligt köllum
vér nafnið farar: dálítið sér-
kennilegt vísuorð. Sveinbjörn Egilsson og Finnur Jónsson64 telja báðir að
þetta merki nánast: ‘það er skemmtilegt að ferðast’. Flagðkonan Brana gaf
Hálfdani í Hálfdanar sögu Brönufóstra (8. kap.) dreka góðan. Sá hét Skrauti. Í
70. vísu í „Háttatali“ Snorra kemur fyrir orðið skrautför. Hér er greinilega
stutt á milli en samt er ekki fyllilega ljóst hvernig skilja ber. 3 trautt kalla eg
þann valda er varar: ‘sá sem varar við veldur eigi’. Þessi málsháttur kemur t.d.
fyrir í 41. kap. Brennu-Njáls sögu og víðar veldur-at sá, er varar. 4 verða menn þeir
er uppi fjarar: Finnur Jónsson65 skýrir þannig: ‘som ved ebbetid bliver stående
på det törre (om mænd, som lader sig uagtsomt overrumple)’. Hugo Gering66
skýrir með svipuðum hætti: ‘es gibt leute, die sich zur zeit der ebbe zu lange
auf dem strande aufhalten (und von der zurückkehrenden flut überrascht
19
64 Sveinbjörn Egilsson (1860:191) og Finnur Jónsson (1931:512).
65 Finnur Jónsson (1931:135).
66 Gering (1916:18).
Lýtin þykja skammæ skarar.
Skrautligt köllum vér nafnið farar.
Trautt kalla eg þann valda er varar.
Verða menn þeir er uppi fjarar.
Ógift verður í umbúð skjót.
Élin þykja mörgum ljót.
Engi of sér við öllum rokum.
Jafnan spyrja menn að lokum.