Són - 01.01.2004, Blaðsíða 149

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 149
HVERS MEGA SÍN ORÐ LJÓÐSINS? 149 mánans um sáluhliðið. Aldnir sem ungir náir rísa úr „svefnstúkunni“ og viðra sig í tunglsljósinu. Mælandinn stendur tvílráður og aleinn, fullviss um að brátt muni hann hníga þarna í gröf — og í sama bili hnígur máninn í hafdjúpin. Reginmunur er á þessum tveimur tunglskins- og stjörnuljóðum. Orðgnótt, hátíðleiki og háttbinding einkenna hið útleitna kvæði Guð- mundar. Honum er í mun að segja frá mörgu í tengslum við tungl- skinið. Hnitmiðun eða fágun orðræðunnar móta ekki stílinn, heldur mælska með endurtekningum sem eflaust er ætlað að herða á megin- hugsun kvæðisins. Ljóð Gyrðis er einfalt, miðleitið og án skrautyrða og það er óbundið. Orðfærið er samt vandað og nákvæmt og hér er forðast að teygja lopann eða leiða lesandann inn í hugmyndir um fornar vættir eða dauðann. Ljóðið miðlar skýrri heildarmynd sem vissulega mætti túlka nánar. Lesendum getur t.d. sýnst sitthvað um félagsskap ljósa- stauranna í þessu umhverfi. Spilla þeir náttúrudýrðinni og dulrænu hennar, eða eru þeir fulltrúar nútímatækni sem ber að sætta við gömlu gildin? Aldahvörf Með dæmunum hér að framan hefur einkum verið fjallað um breyt- inguna frá útleitni til miðleitni í ljóðagerð og um aukna áherslu á myndmálið og hlutverk þess í ljóðum eftir straumhvörfin á síðustu öld. Eins og áður segir voru breytingarnar víðtækari en ekki gefst ráðrúm að sinni til að rekja fleiri þeirra með sama hætti. Hér verða því ekki heldur gerð skil hvernig arfleifð ljóðbyltingar- innar reiðir af núna í byrjun 21. aldar, né heldur spáð fyrir nýrri öld. Þess skal þó getið að þær skáldakynslóðir, sem komið hafa fram á sjónarsviðið á eftir frumherjum breytinganna, hafa allar nýtt sér nýjungar þeirra með margvíslegum hætti. Þetta hafa ekki verið eins- leitir hópar og seinni helmingur tuttugustu aldar var ekki tilbreyt- ingarlaust tímaskeið í kveðskap. Módernisminn færði ljóðagerðinni ágæta grósku en hann þarf líka að gæta sín á þreytumerkjum sinnar eigin hefðar og forðast stöðnun. Það hefur honum tekist bærilega og gildir einu þótt helmingur þessarar hálfu aldar sé stundum kenndur við póstmódernisma. Það er nokkurt áhyggjuefni að mjög fá af hinum yngstu skáldum bregða fyrir sig háttbundnum aðferðum, en nýting háttbundinna brageiginda gerði íslenska módernismann fjölhæfari en ella eins og áður er vikið að. Það er miður ef ung skáld kunna ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.