Són - 01.01.2004, Blaðsíða 64

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 64
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON64 2 verða kann á ýmsa halt: ‘menn bíða lægri hlut á víxl’. Konráð Gíslason92 bendir á að merking þessara orða sé svipuð og í setningunni „ýmsir eiga högg í garði“ sem fyrir kemur í 38. kap. í Brennu-Njáls sögu. 4 bölið köllum vér illt til litar: ‘ógæfan færir mönnum ekki fallegt litaraft’. Möbius93 bendir til samanburðar á vísu Hallbjarnar Oddssonar94 þar sem segir: „böl gerir mig fölvan.“ litur merkir hér ‘útlit, yfirbragð’. 5 eik hefir það er af öðrum skefur: þessi málsháttur er torskýrður. Hann kemur fyrir í 22. vísu í „Hárbarðsljóðum“ og 21. kap. Grettis sögu. Í báðum tilvikum er um beinan eða óbeinan mann- jöfnuð að ræða. Í „Hárbarðsljóðum“ hælist Óðinn um og segist hafa farið illa með jötuninn Hlébarð sem hafði gefið honum gambantein og einnig hafi hann haft í frammi „miklar manvélar við myrkriður“. Þór svarar og segir að Óðinn hafi þá launað góðar gjafir „illum huga“. Þá kveður Hárbarður (Óðinn): „Það hefir eik / er af annarri skefur, / um sig er hver í slíku.“ Grettir lendir í deilum í Noregi við mann sem Björn heitir. Híðbjörn gerir mönnum óskunda og þeir Grettir og Björn metast um hvor muni geta banað birninum. Grettir vinnur vitaskuld björninn en áður hefur Björn gert Gretti svívirðing og kastað kápu hans inn í bæli bjarnarins. Þorkell, bóndinn á bænum, vill sætta þá kumpána og býður Gretti fé „og séuð þið sáttir.“ Síðan segir í sögunni: „Björn kvað hann verja mega betur fé sínu en bæta fyrir þetta: „Þykir mér það ráð að hér hafi eik það er af annarri skefur er við Grettir eigumst við.“ Grettir kvað sér það allvel líka.“95 Tildrögin eru keimlík og af samhengi er nokkuð ljóst að átt er við að best sé að hver hugsi um sig. Enginn er annars bróðir í leik, virðist Óðinn segja en Björn vill greinilega ekkert með Gretti hafa og vill að hver éti sitt eins og stundum er sagt. Yfirleitt hafa menn þó skýrt eins og Finnur Jónsson96 gerir: ‘egen (den ene eg) får hvad der skrabes af den anden’, hvad den ene mister, kommer den anden tilgode. Greinilega er fólgin líking í málshættinum en ekki er ljóst á hverju hún er byggð. Sjá hér annars nánari umfjöllun í nýlegri útgáfu Grettis sögu.97 7 jafnan verður að áflóð stakar: hér hafa menn leiðrétt áflóð í árflóð. Merkingin yrði þá: ‘jafnan verður það að árflóðin ryðja einhverju um koll’. 8 auðfengnar eru gelti sakar: ‘auðvelt er að gefa geltinum eitthvað að sök’ (til þess að hægt sé að slátra honum). Til eru sambærileg máltæki í safni Guð- mundar Jónssonar98 feitr göltur fær vel sök og feitr uxi hefir fulla sök. 92 Konráð Gíslason (1897:142). 93 Möbius (1873:40). 94 Íslenzk fornrit I (1968:193). 95 Íslenzk fornrit VII (1936:78). 96 Finnur Jónsson (1914:78). 97 Grettis saga (1994:274–275). 98 Guðmundur Jónsson (1830:105).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.