Són - 01.01.2004, Blaðsíða 116
116 KRISTJÁN EIRÍKSSON
Jón og Ingiríður slitu samvistum þegar börnin voru uppkomin og
fór Ingiríður þá til einnar dóttur sinnar en Jón í húsmennsku og
fylgdi Dýrólína honum en hún var þá löngu fullorðin. Einhvern
tímann á þeim árum mun Jón hafa ort eftirfarandi vísu um dóttur sína:3
Afbragð kvenna Ísafróns,
eikin byrðar Grana.
Dýrólína dóttir Jóns,
drengjum líst á hana.
Jón andaðist á Hofi í Vesturdal 14. júní 1914.
Dýrólína stundaði nám við Kvennaskóla Akureyrar í tvo vetur
(1897–1899) og seinna var hún einn vetur í Reykjavík og fékk þá ein-
hverja tilsögn hjá frænda sínum, Pálma Pálssyni menntaskólakennara
frá Tjörnum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Hún kenndi síðan á heima-
slóðum, í Goðdalasókn, árin 1902–1906 og 1907–1909.
Eftir andlát föður síns flutti Dýrólína að Fagranesi á Reykjaströnd og
giftist hún Birni Guðmundssyni bónda þar 9. maí 1915. Bjuggu þau eftir
það í tvíbýli við tengdafólk hennar. Þau Dýrólína og Björn eignuðust
tvær dætur, Ingibjörgu, fædda 20. nóvember 1918, kennara í Reykjavík,
og Áslaugu, fædda 22. júní 1922, húsfreyju á Sauðárkróki (d. 1995).
Fjárhagur þeirra Björns og Dýrólínu var fremur þröngur en þó
voru þau alla tíð bjargálna enda bæði dugleg og vinnusöm. Dýrólína
var heilsutæp og veil fyrir brjósti og þoldi ekki að hlaupa eða flýta sér
þar sem mæði sótti fast á hana og kulda og raka þoldi hún illa. Bærinn
á Fagranesi var orðinn gamall og lélegur og mun vistin þar ekki hafa
bætt um heilsufar hennar. Upp úr áramótum 1939 versnaði henni svo
mjög að hún varð að fara á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og var þar um
tíma en varð að fara þaðan vegna þrengsla. Dvaldi hún fyrst hjá
rosknum hjónum þar í bæ en síðan hjá gamalli hjúkrunarkonu, Helgu
Guðmundsdóttur. Á báðum þessum stöðum var vel um hana hugsað
og vitjaði héraðslæknirinn hennar daglega. Dýrólína lést 22. júní 1939
og hafði fulla hugsun til síðustu stundar.
Ingibjörg, dóttir Dýrólínu, lýsir móður sinni svo:
Móðir mín var lág vexti en þéttvaxin eins og ég minnist hennar.
Hins vegar hef ég heyrt frá þeim sem þekktu hana unga að hún
3 Sjá: HSk 1262 4to. „Þessi vísa er höfð eftir Hjalta Stefánssyni frá Írafelli í Svartárdal
í Skagafirði.“