Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 9
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 9
‘fengu’ (K ei sambærilegt). Guðmundur Magnússon (Magnæus) gisk-
aði á að þar hefði átt að standa ‘Qfluðu’ og Finnur Jónsson var á sömu
skoðun og hefði það orð átt vel við. En í H og uppskriftunum fimm
stendur hér ‘unnu’ sem er ótækt orð hér. Hins vegar bendir það þegar
til sameiginlegs uppruna H og uppskriftanna fimm frá einu frumforriti.
§ 2. I frumforriti þessara sex texta hefur verið hlaupið yfir nokkur
orð á bl. 62vb í M sökum þess að ruglast hefur verið á ‘sinvm’ í 4. línu
og sama orði í 5. línu (sbr. FJ bls. 5B“14) og hefur þar fallið niður texti
sem samsvarar nákvæmlega 14. línu í FJ bls. 5: ‘Hafði Þórólfr heim
marga dýrgripi ok færði fQður sínum’. Engin tilraun hefur verið gerð til
að bæta úr þessu í 145 eða H og verður textinn því kynlegur á þessum
stað: ‘en voru heýma a vetrum med fedrum synum og Modur’. Þetta er
að vísu óbreyttur M-texti, þegar fyrr greind orð hafa verið felld niður.
I JS og 426 hefur textinn verið lagfærður með því að breyta ‘modur’ í
‘mædrum’ til samræmis við ‘fedrum’. í 455 og 568 stendur hér ‘med
fedrum synum’, og hefur þar verið lagfært orðalagið með því að sleppa
‘ok modur’ frumforritsins.
§ 3. Bl. 62vb, 7. línu (= FJ bls. 516) ‘alldri’ hefur verið breytt í ‘alldur
kominn’ í frumforritinu, þar eð þannig er skrifað í öllum textunum sex.
Sannast enn sameiginlegur uppruni.
§ 4. Bl. 67ra, 10. línu a.n. (= FJ bls. 4120) ‘kiler’ er skrifað Kyrjalar í
H, kýrialer í 145, kialer í JS og 426, kjarlar í 455. (Óskýrt í 568).
§ 5. Bl. 67va (= FJ bls. 4519-20) meiri en ek (ætti að vera ‘minni en
ek’)] meir enn eg H og 145 og 455; meir enn mi'nir JS og 426 (augljós
lagfæring), meiri en mýnir 568.
§ 6. Bl. 68rb (= FJ bls. 522) alþýðu manz] Alþydumpnnum H, 145,
455, af Alþydumonnum JS og 426 (skertur texti í 568).
§ 7. Hér er komið að bl. 69v í Möðruvallabók og er sú blaðsíða mjög
torlesin, raunar ólesandi með þeim ráðum sem nú eru tiltæk. Svo er að
sjá sem sá er skrifaði frumforrit þeirra texta sem hér um ræðir, hafi og
átt örðugt með að lesa þessa blaðsíðu í M, þar eð hann hefur sam-
kvæmt eftirritunum skrifað upp heldur slitróttan texta eftir fyrra dálki,
en sleppt texta síðara dálks með öllu. í 568 er ekki neitt af texta þess-
arar blaðsíðu í M og endar texti, sem samsvarar M-texta neðst á bl.
69rb, í miðri línu neðst á bl. 9r. Efsta lína á bl. 9v er skörðótt og fyrstu
læsilegu orðin eru ‘mitt fie’ (= FJ bls. 6511; texti af M bl. 70ra hefst í FJ
bls. 6510). Hins vegar hefur Finnur Jónsson lesið mestallt á þessari