Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 267
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
267
(sbr. 2. vers), og Opinb. 22, 2 um ‘Lijfsins Trie’ sem
færde sinn Avpxt a 0llu/?7 Manudum / og Laufbl0d Triesins
dugdu til Heilsubootar Heidingjunum.
í 32. sálmi tengir Hallgrímur þetta þó við lækningakraftaverk Jesú á
jörðinni:
Lijfsins avogstu liufa bar,
læknade Iesus sotternar,
fra diofli leisti og daudanz pijn,
daufum gaf heyrn enn blindum syn.
Af huorre grein draup hunang sætt,
hjalprædis kienning fieck hann rædt;
oll hanz vmgeingni astudleg
angradar salir gladde miog. (XXXII, 3-4).
Hér er meðal annars vísað í Lúk. 4,18-19, en fyrsta lína 4. versins er
nokkuð sérstök, og er ekkert henni líkt í Eintali. ‘Hæpin líking, eins og
sú, að hunang drjúpi af trjágreinum’ (Magnús Jónsson II, bls. 123)
krefst nokkurra skýringa, og mun hún þá ef til vill ekki þykja svo hæp-
in. í Gamla testamentinu er nokkuð algengt, að viskunni eða Guðs
orði sé líkt við hunang, t.d. Orðskv. 24,13-14, Sálm. 119,103. En úr því
að hér er talað um hunang, sem drjúpi af trjágreinum, þykir mér víst,
að Hallgrímur hafi þegar haft í hug söguna, sem hann vísar greinilega
til í 21. versi:
Tæpte eg mynum truar staf
a tried sem drypur hunang af,
sion hiartanz ollu angri i
vpplysist nær eg smacka a þui.
Hér vitnar hann í I. Sam. 14, 25-27:
Og sem allt Lands Folked kom j npckurn Skoog / þa var þar
Hunang a M0rken/íe. Og sem Folked gieck j Skogen/z / Sisa / þa
rann Hunanged. ...3
2 -
I Biblfu frá 1912 stendur aftur á móti: ‘En nú voru hunangsbú á völlunum. Og er
liðið kom að hunangsbúunum, sjá, þá voru býflugurnar flognar út.‘