Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 255
UM ÁHRIF ÞORLÁKSBIBLÍU
255
inguna, sem áttu að skýra þetta mál, þótt mér þyki hvorug útgáfan full-
nægjandi. í þeirri fyrri söfnuðu séra Jón Gunnlaugsson dómkirkju-
prestur á Hólum og Jón Einarsson skólameistari tilvitnunum (Magnús
Jónsson: Hallgrímur Pétursson II, bls. 193), en sú útgáfa var prentuð á
Hólum 1704 og nefndist Psalterium Passionale, með ritningarstöðum á
spássíum. Útgáfan varð fræg af allt öðrum ástæðum, ‘er Björn Hóla-
biskup Þorleifsson leyfði sér að gera tvær orðabreytingar í sálmunum
. . ., af því að honum virtist Hallgrími hafa skeikað í guðfræðinni’ (Sig-
urður Nordal, bls. 11-12). Önnur breytingin var í 16. sálmi, 12. v., þar
sem biskup gat ekki fallist á að svik Júdasar hefðu verið ‘synd á mót
heilögum anda'. Fyrir þetta rigndi níövísum úr ýmsum áttum yfir bisk-
upinn, og Árni Magnússon gagnrýndi hann harðlega í bréfi, enda voru
þessar breytingar aldrei prentaðar oftar. ‘Tilvitnanir í Ritninguna’ voru
líka prentaðar aftan við útgáfu af Passíusálmum sem kom út í Reykja-
vík 1957, en auðséð er af riti Helga Skúla Kjartanssonar (Myndmál
Passíusálmanna, 1973), sem styðst við þessa útgáfu, að hún býður upp
á fremur lítið úrval þeirra ritningarstaða, sem Hallgrímur beint eða
óbeint vitnar í.1 Það er Helga Skúla líka fjötur um fót, þegar hann
reynir að telja upp líkingarnar sem Hallgrímur tekur úr Biblíunni (bls.
35-36), að hann notast við biblíuþýðingu 20. aldar.
íslenska þjóðin er frábrugðin nágrönnum sínum að því leyti, að hún
hefur aldrei fengið biblíuþýðingu, sem fest hefur rætur í hug og hjarta
þjóðarinnar eins og t.d. Lútersbiblían hjá Þjóðverjunum. Alltaf var
verið að bjóða íslendingum nýjar þýðingar: Guðbrandsbiblía 1584,
Þorláksbiblía 1644, Steinsbiblía 1728, Vajsenhússbiblía 1747, Viðeyj-
arbiblía 1841 o.s.frv. (í yngri þýðingunum eru notaðar aðrar og betri
heimildir en kostur var á á 16. og 17. öld, auk mjög breytts orðavals.) Á
Englandi aftur á móti reyndist King James-biblían eða Authorized
Version frá 1611 svo hjartnæm þjóðinni, að allir fyrirrennarar hennar
gleymdust og engin þýðing önnur var gefin út á 17. eða 18. öld, og þótt
fræðimenn kæmu með nýjar þýðingar á 19. og 20. öld, vildi almenning-
ur ekki sjá þær. Það mátti fullyrða að fram að 1950, og jafnvel lengur,
heyrði hvert mannsbarn, sem sótti kirkju á Englandi, sömu biblíuþýð-
inguna lesna, sem John Bunyan og sálmaskáld 17. aldarinnar vitnuðu í.
1 Aftan við útgáfu Finns Jónssonar af Passíusálraum eftir eiginhandriti höfundarins
(Kaupmannahöfn 1924) er kafli um heimildir eftir Arne Mpller. Að mestu leyti er hér
um að ræða útdrátt úr fyrri ritum hans, en hann nefnir líka fáein ritningarorð í viðbót.