Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 138
138
GRIPLA
1. Bygging bókarinnar
Mér virðist, að höfundi hefði mátt fara efnisskipan bókarinnar betur úr
hendi. Rannsóknin hefst á inngangi, sem er hvorki meira né minna en
80 blaðsíður að lengd. Þar ræðir höfundur um efni eins og mælskulist,
íslenska lærdómssögu, skóla, skólagöngu, bókakost og erlend menn-
ingaráhrif á íslandi til að sýna að sagnaritarar hafi átt greiðan aðgang
að formálum. Innganginum lýkur með umræðu um bókmenntahefð og
ritklif og um bókmenntategundir á miðöldum.
Inngangurinn greinist í sjö undirkafla og þar er dreginn saman mikill
erlendur lærdómur. Vissulega er þakkarvert að fá almenna greinargerð
um þessa menningarsögulegu hluti, ekki síst um retóríkina og ritklifin
- einkanlega þar sem fátt eitt hefur verið ritað og rætt um þessi efni á
íslensku - en engu að síður hefði doktorsefni mátt fara fljótar yfir sögu
og stytta mál sitt. En um það má vitanlega lengi deila. Aftur á móti er
einsætt, að betur hefði farið á því að gera hærra undir höfði þeim und-
irkafla inngangsins, sem nefnist ‘Formálinn: skýrgreining, hlutverk og
bygging’ og láta hann standa einan og sér, þar sem hann er þrátt fyrir
allt forsenda fræðilegrar umfjöllunar, eins og heiti ritsins vottar. Höf-
undur á augljóslega heldur óhægt um vik með því að hann nefnir tvo
meginhluta verksins ‘Fyrri hluta’ og ‘Síðari hluta’. Eru það áhrif frá
formála Sverrissögu? Af því leiðir að búið er að reyra verkið í viðjar
og inngangurinn verður fyrir vikið drjúglangur eins og raun ber vitni.
Þessi kaflaheiti - ‘Fyrri hluti’ og ‘Síðari hluti’ - segja harla lítið og
byrgja úti rannsóknarefni, sem æskilegt hefði verið að fjalla um ræki-
lega og í sérstökum köflum. Hér á ég við höfuðatriði eins og virk -
óvirk ritklif og formálahefð - innlend frásagnarhefð. En það skal tekið
fram, að doktorsefni víkur að sjálfsögðu margoft að þessum efnum en
á víð og dreif í bókinni, svo að heildarsýn fer forgörðum.
í ‘Fyrra hluta’ bókar er farið í saumana á ritklifum formálanna og
dregnar af þeim ályktanir. Þessi kafli er viðamesti hluti bókarinnar og
skiptist í þrjá undirkafla. Sá fyrsti nefnist ‘Tilefni’ þar sem doktorsefni
ræðir um tildrög þess, að bækur voru skráðar og talar hann þar um rit-
beiðni, þakklæti og hlýðni, þörf á nýju verki o.s.frv. Annar snýst um
‘Tilgang’, þar sem gerð er grein fyrir markmiði ritunarinnar. Þar eru
undirkaflar, sem nefnast ‘Markmið, nytsemi og hlutverk’, ‘Minning
forfeðranna’, ‘Lof og heiður’ o.s.frv. En hér er doktorsefni nokkur
vandi á höndum því að tilefni bókar er oftast nær samofið tilgangi