Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 264
264
GRIPLA
skickade til eins Naadarstols / fyrer Truna j hans Blode / huar
med hann frammbydur þad Riettlæte sem fyrer h0num er fullt.
Sbr.:
ef sonurinn gialld þad greidde
sem Gudz riettlæti beidde. (XVII, 14).
í 16. og 17. versi gleðst Hallgrímur yfir hugsuninni um að eiga ‘keipt-
an akur’, ‘fridar stad’ (14) þar sem ‘salinn hrigdarlaust huijlir’, eins og
sú hvíld væri hæsta ósk hans, en hann varar lesandann við einu:
Enn þu skallt ad þui ga,
akursinz greptrun þa
onguir vtann þeir feingu
i Ierusalem geingu. (XVII, 18).
Hér er Hallgrímur kominn í það, sem Arne Mpller kallar ‘en for
Harm. evg. [þ.e. In Harmoniam] helt fremmed ny Allegorisering over
Jerusalem (vel hentet fra Act. 1. 19)’ (Edda 1923, bls. 237). Eiginlega
kemur Post. 1, 19 alls ekki við söguna, og ekki er það heldur nýmæli,
að Jerúsalem skyldi tákna kirkjuna eða kristni, eins og Hallgrímur út-
skýrir það í 19. versi. Táknmynd þessi byggist á ýmsum ritningarstöð-
um, þar á meðal Gal. 4, 26 og Opinb. 21, 2, þar sem Jerúsalem er kona
eða brúður, en þessi vers þarf að taka í sambandi við önnur, þar sem
Kristur er nefndur brúðgumi, til dæmis Matt. 22, 2 og 25,1-12, Opinb.
19, 7 og Lúk. 5, 34-35. Inngang í Jerúsalem eða kristni hefur
. . . huor einn sa er
a Iesum truer hier
skyrdur og alla vega
idrun giorir daglega. (XVII, 20).
en þetta minnir á Post. 2, 38:
Gipred Yferboot /og huor ydar eirn laate Skijra sig j Nafne Jesu
Christi / til fyrergiefningar Syndanna.
21.-23. vers eru lofgerð Hallgríms til Jesú fyrir miskunn hans og
sáluhjálp, og hefur skáldið hugsanlega ætlað sér að ljúka hér við sálm-