Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 51
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR f 17DU ALDAR EFTIRRITUM 51
um komin’ (W-texti), - sem er fjarstæða um Ásgerði, eiginkonu Egils.
Ekki er kunnugt hvaðan Þormóði kom þessi texti, en hann virðist vera
styttur 0-texti: ‘oc lendborin i allar kynkuislir. En tiginborin fram i$tt-
ir.’ Ásgeir hefur hætt heldur snemma við texta í 463 í þessari eyðufyll-
ingu og fellir niður setninguna um silfurkisturnar sem Egill skildi
aldrei við sig. Orsökin er sú að þar sem texti byrjar aftur í M (bl. 84ra
efst), er endurtekin setningin ‘hann vapnaðiz skiott ok aller þeir’, og
hefur Ásgeir villst á þessu.
Möðruvallabók er mjög torlesin á bl. 91vb, einkum neðri helmingur,
og hefur Ásgeir gripið þar enn til 463. Sama hefur hann gert aftur þar
sem M verður enn alltorlesin, bl. 94rb, frá 13. línu að neðan og dálkinn
á enda.
Ásgeir hefur aukið lofsyrðum um Egil við lok 86. kap. sem sam-
kvæmt Möðruvallabók endar á þessum orðum: ‘bein egils voro logð
niðr i utanverðum kirkiugarði at Mosfelli’ (bl. 99rb, FJ bls. 321). Við-
bót Ásgeirs er þessi: ‘oc þickir ei verit hafa meiri afreksmaðr i fornum
siþ otiginna manna enn Egill sonr Skallagrims, hann var primsigndr oc
blotaþi alldri goð.’
Þessi ummæli eru sótt í 463. Þar eru þau að vísu þegar á eftir að sagt
hefur verið frá hauglagningu Egils. Nær samhljóða ummæli eru í K-
texta og á sama stað sem í 463.
Lokaorð Egils sögu í Möðruvallabók eru heldur stuttaraleg: ‘Skuli
hafði att j viking .vij. orrostur’ (bl. 99rb neðst, FJ bls. 322). Hér mætti
virðast sem skrifari Möðruvallabókar hefði látið blaðið ráða. Loka-
málsgrein í 463 og K er lík því að vera upphafleg, og kemur næst á eftir
setningu, sem samsvarar greindri setningu í Möðruvallabók: ‘og þötti
hann vera hinn mesti garpur og full huge, hann för eptir þat til Islandz
og settist ad Borg, og tök vid fódur leyfd sinni og biö þar til elle, og er
margt manna fra honum komid, og vrdu flester micler menn, og lykur
þar suo þessare frá spgu’ (463). Ásgeir hefur bætt samhljóða málsgrein
við eftirrit sitt eftir Möðruvallabók, nema síðasta orðið er þar ‘fra-
sogn’. Lokaorð eru mjög lík í K: ‘og þötte hann vera hinn meste kappe
og fullhuge. för hann epter þad út til íslands, og settizt i bú ad Borg, og
bjö þar til elle, ok kom margt manna fra hþnum. Og li'kur þar þessare
frásaugu’ (453, og samhljóða í 462, fyrir utan eina ritvillu auk annarrar
stafsetningar og rithandar).
Það merkilegasta við textann í 146 er auðvitað uppskrift Arinbjarn-
arkviðu, og mun þar varðveitt það sem Árni Magnússon gat lesið á bl.