Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 149
UM FORMÁLA ÍSLENSKRA SAGNARITARA
149
Jón svarar: ‘Ek er bráðlyndr maðr, ok þyldi ek eigi vel, ef
nokkurr ginnti mína þjónustukonu frá mér, ok því tók ek þessa,
at ek veit hennar girnist enginn.’ (Úr íslendingasagna-útgáf-
unni).
Þess má geta, að Fritzner skýrir orðið fagnaðarlaus með ‘blottet for
alt hvad der er godt eller duer’, en merkingin mun vera hér önnur: ‘sá
sem gengur ekki inn í fögnuð himnaríkis og nýtur miskunnar guðs’,
þ.e. fordæmdur. Kappinn Goliath var sagður fagnaðarlaus. Af þessu
má skilja, hvers vegna heilsan Jóns Flæmingja er eigi fögur. Annað
þarfnast ekki skýringa í þessari frásögu.
Sagnirnar að segja, fyrir segja og heyra geta átt bæði við munnlegar
og skriflegar frásagnir, einnig nafnorðin sögn, fyrirsögn og heyrn.
Framburður merkir hvorttveggja framsögn og skráða sögu. Fleiri orð
eru til af þessu tagi en þessar tvíræðu merkingar hafa leitt til margs
konar misskilnings við skýringar á formálaorðum. Þetta er doktorsefni
ljóst. Hugum að formála Heimskringlu, sem hefst þannig:
A bók þessi lét ek rita fornar frásagnir um hpfðingja þá, er ríki
hafa haft á Norðurlpndum ok á danska tungu hafa mælt, svá sem
ek hefi heyrt fróða rnenn segja, svá ok nQkkurar kynslóðir þeira
eptir því, sem mér hefir kennt verit. . .
Doktorsefni telur hugsanlegt, að fornar frásagnir bendi til skriflegra
heimilda en telur þó eðlilegra að átt sé við heyrnarvotta og rökstyður
það hald sitt með því að benda á setninguna, sem á eftir kemur: íeptir
því, sem mér hefir kennt verit' (228).
Snorri Sturluson getur sem heimilda í formála sínum aðeins Ara
fróða, langfeðgatals og fornra kvæða og textakönnun hefur fært fræði-
mönnum heim sanninn um að Heimskringla er nánast öll samin upp úr
eldri sögubókum. Það er því nærtækast að ætla að Snorri hafi í huga
ritaðar heimildir, enda þarf sögnin ‘að kenna’ ekki að merkja annað en
að Snorri hafi numið þessar fornu frásagnir af bókum, sem settar hafi
verið fyrir hann við fræðslu. Það er ljóst að sú túlkun formála, sem er í
samræmi við bókmenntaverkið, hlýtur að vera æskilegri. í raun leggur
S.T. víða í verki sínu áherslu á það viðhorf, en mér virðist hann ekki
ávallt gæta þess sem skyldi.