Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 116
116
GRIPLA
sýndi hann atburðarás með ‘lifandi myndum’, sem kallaðar voru. Efnið
sótti hann í Eddukvæði og fornsögur, og þótti mönnum mikið til sýn-
inganna koma." Jafnframt studdi Sigurður við bakið á leiklistinni með
ráðum og dáð, var óþreytandi leiktjaldamálari, hvatti skáldin til að
semja leikrit og samdi jafnvel eitt sjálfur, Smalastúlkuna, en ekki var
það þó sýnt fyrr en á þessari öld. Vitað er að Sigurður benti einu helsta
ljóðskáldi landsins, Steingrími Thorsteinssyni, á það að vænlegt væri að
leita efnis í væntanlegu þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, en Steingrímur
sinnti því ekki.12 En Matthías Jochumsson hlustaði því betur á Sigurð,
enda þá ungur maður, aðeins 26 ára; og víst er um það að með hinum
margkunnandi og ákaflynda málara og eldsálinni Matthíasi tókst sam-
vinna. Samdi Matthías Útilegumennina í jólaleyfinu 1861, eins og fyrr
getur. Mörgum árum síðar endursamdi hann svo leikritið og gaf því
nafnið Skugga-Sveinn. í Skugga-Sveini er hvorki breytt persónum né
efni að marki - en einni aukapersónu er reyndar bætt við. Upphafið er
samt á aðra lund og byggingu leiksins og leiklausnum hefur verið breytt.
Steingrímur J. Þorsteinsson hefur tíundað vandlega heimildir um
samstarf þeirra Sigurðar og Matthíasar og skulu því aðeins greind fá-
ein höfuðatriði um sjálfa samningu Útilegumannanna. Matthías getur
þessa í sjálfsævisögubroti sínu: ‘En hugmynd leiksins og efni var yfir-
leitt frá mér sjálfum.’13 Þó gaf Sigurður skáldinu unga ‘margar ágætar
hugvekjur (mótiv) handa leiknum.’14 Beinast liggur við að skilja það
11 Þjóðólfur 10. mars 1860.
12 Sbr. Skírnir CXX, 1946, bls. 27-28.
13 Sögukaflar af sjálfum mér eftir Matthías Jochumsson, 2. útg., Rv. 1959, bls. 152.
Sbr. Um leikrit M.J., bls. xviii.
14 Norðurland 27. janúar 1912. Sbr. Um leikrit M.J., bls. xviii.
Þegar saman eru borin leikritin Útilegumennirnir eftir Matthías Jochumsson og
Smalastúlkan eftir Sigurð Guðmundsson málara kemur fram allmikill skyldleiki. Smala-
stúlkan er að vísu ekki samin fyrr en 1870-1871 - og var raunar aldrei fullsamin. en Sig-
urður hefur að sumu leyti stuðst við svipaðar sagnir og Matthías í Útilegumönnunum,
t.d. flýja foreldrar Gríms til fjalla eins og foreldrar Haralds höfðu gert. Guðmundur
bóndi á Ölfusvatni og lögréttumaður fer svo í sel með dóttur sína, Helgu, ásamt öðru
heimilisfólki. Helga kynnist Grími sem vaxið hefur upp föðurlaus hjá útilegumönnunum
og verður auðvitað ástfangin af honum. Að lokum eru útilegumennirnir handsamaðir og
leiddir fyrir rétt. Helga biður Grími ákaft griða og fær hann þau eins og aðrir.
1 þessum stutta samanburði leikritanna tveggja hefur höfuðáherslan verið lögð á að
sýna skyldleikann. Margt er einnig sem á milli ber, t.d. kvenhatur Eldjárns útilegumanns
sem hefur mikil áhrif á uppeldi hans á Grími. f>á væri einnig fróðlegt að athuga nákvæm-
lega mismunandi tengsl leikritanna tveggja við sögu landsins.