Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 42
42
GRIPLA
X* er frumforrit textanna sjö. Y* er sameiginlegt forrit að JS og 426,
og hefur skrifari þess sums staðar notað texta af 6-gerð til eyðufyllinga,
þar sem skrifari frumforrits hefur ekki getað lesið Möðruvallabók. Z*
er sameiginlegt forrit að 568 I og 568 II, 145 og R*, sem er forrit að H
og 455. Lesbrigði sem getið er í § 4 sýna sérkennilegt afbrigði í H og
nær sama í 145, en lítið eitt frábrugðnara í 455, skipa þeim í einn flokk
gegn JS og 426 (óskýrt í 568). ‘odar smid’ í JS og 426 (svo og M), en
‘eidar mier’ í H, 145 og 455 benda enn til sama stemma (§ 26), en er
eigi öruggt, sökum þess að forrit að JS og 426 kynni að hafa verið leið-
rétt til samræmis við 8, sem hefur hér sams konar texta og M. Vísuna
vantar í 568. Hinsvegar koma fyrir lesbrigði sem bágt er að samræma
þessu stemma. í § 17 er getið orðalags í 145 sem er mjög frábrugðið
hinum textunum fimm, en er samhljóða 8 og W. í 145 virðist vera tals-
vert um geðþóttabreytingar og kynni þessi samhljóðun við 8 og W að
vera tilviljun. Svipuðu máli gegnir um 568 II, sem í síðara eyðufylling-
artexta, bls. 3720, hefur skýrt lesbrigði ásamt JS og 426 (‘þungt’) gegn
hinum þremur (‘þyngst’). Þetta kynni þó að vera geðþóttabreyting í
568 II sem víða ber slíks merki.
3. í Hrappseyjar-Eglu hefur verið skáldað í vissar eyður forrits, bls.
321W6, 3212_u, 339-17, 33j-342, 3510-13. En á einum stað hefur verið hlaupið
yfir stutta eyðu, bls. 3220. Stór eyða hefur verið fyllt með K-texta bls.
3317-34. Á öðrum stöðum í Hrappseyjar-Eglu hefur verið notaður K-
texti án sýnilegrar ástæðu, bls. 876, 9819, 1016 8, 1745-1755, 17614-15, I9. K-
texti er og að sjálfsögðu notaður í kvæðinu Sonatorreki. Frá bls. 17710
og út söguna er K-texti í Hrappseyjar-Eglu. Hrappseyjar-Egla fylgir
hvorugum K-texta eindregið. í Sonatorreki hefur hún tvisvar sameigin-
legt lesbrigði með AM 453 4to gegn AM 462 4to (þriðja tilfelli er ekki
algjörlega öruggt), og auk þess hafa H og 453 sameiginlegt lesbrigði á
bls. 17520. Aftur á móti hafa H og 462 samskonar lesbrigði í 7.-8. línu á
sömu blaðsíðu, og í sögulokin hefur 453 eina setningu um fram H og
462: ‘þad var sundrleitt mÍQg.’ Þessi viðbót í 453 er samhljóða Möðru-
vallabók.
4. JS 28 fol. og AM 426 fol. hafa náskylda texta, þó getur 426 hvorki
verið skrifað eftir JS né frá því runnið um millilið. Sýna það nokkur
lesbrigði sem eru sameiginleg 426 og H og 145 og 455 gegn JS, sjá t.d. §
14. Á einum stað hefur eyða í 426 verið fyllt með K-texta (§ 7), á öðr-
um stað er enn ófyllt eyða (§ 8), á þriðja staðnum er eyða fyllt með
sama orði í 426 og í JS (§ 9), í fjórða, fimmta og sjötta skipti sem 145