Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 12
12
GRIPLA
§ 11. Rétt á eftir er enn eyða í 145 og 455; í 145 samsvarar hún FJ bls.
6117: ‘Hann hafði .v. skip eða .vj. ok oll stór’. En í 455 hefst eyðan á eft-
ir orðunum ‘Hann hafði’. í eyðuna í 145 hefur verið skrifað hálfa: ‘og
vj skip’. Þetta er texti af sama tagi og W (hér má einnig bera saman við
y), og er skrifað með sömu rithendi og langa eyðufyllingin sem um er
rætt í § 7. En í eyðuna í 455 hefur verið skrifað með annarri rithendi en
megintextinn: ‘sex skip oc oll vel skipud at vopnum oc monnum’ (síð-
ustu tvö orðin á spássíu rúms vegna). Þessi eyðufylling í 455 er sam-
hljóða textanum í JS og 426 sem í hvorutveggja er með sömu rithendi
og meginmálið, og kemur heim við GM. Hins vegar hefur H hér:
‘Hann hafdi mikinn hast aa ferdenne’ (bls. 32).
§ 12. Enn eitt dæmi um sameiginlegan rangan leshátt í JS, 145, 426,
455 og H er ‘námsmenn’, þótt enn megi greina ‘mansmenn’ í Möðru-
vallabók; sbr. FJ 6217 og hjá GM (auk þess K, en breytt í ‘mangsmenn’
á spássíu í 453). FJ og GM ber annars ekki vel saman í þeim texta sem
fer hér næst á eftir, enda er Möðruvallabók enn mjög torlesin, og hafa
báðir útgefendur orð á því í neðanmálsgreinum.
§ 13. Kaflinn um sáttatilraun Sigríðar húsfreyju á Sandnesi og síðan
um bardagann (FJ bls. 633—659), bl. 69va neðst - 69vb á enda í Möðru-
vallabók, hefur sá sem skrifaði frumforrit textanna fimm, JS, 145, 426,
455 og H, gefist upp á að lesa og skilið eftir eyðu. Samsvarandi eyða
stendur enn ófyllt í 455 og nemur nærri heilli blaðsíðu (frá fjórðu línu á
bl. 7v). Seinustu orðin á undan eyðunni eru: ‘En er hun kom til K. s.
hun skal nockud tia ad’ (orðin ‘tia ad’ sýnast með sömu rithendi og
eyðufyllingin næst á undan). Orðin ‘En - nockud' eru nær samhljóða
FJ bls. 632 3: ‘En - nockut’. Orðin ‘tia ad’ svara til ‘vm sættir tjóa at’ í
FJ bls. 633-4. Fyrstu orðin á eftir eyðunni eru: ‘Kongur lætur græda þa
er lífvæner voru’ (sbr. FJ bls. 659~ 10: ‘látid binda sár manna þeira er
lífuæner ero’).
í JS og 426 vottar ekki fyrir að hér hafi verið skilin eftir eyða, enda
er texti þessa kafla með sömu rithendi og texti á undan og eftir. Hér
gegnir sama máli og í § 11 að sá sem skrifaði forrit uppskriftanna JS og
426 hefur fyllt eyðu frumforrits textanna fimm jafnharðan eftir auka-
handriti, í fyrra skiptið eftir ókunnum texta, en hér eftir 8 eða náskyld-
um texta. í fyrra skiptið er texti í JS og 426 samhljóða eyðufyllingu í
455, en á síðara staðnum er hann nær samhljóða eyðufyllingu í 145. í
samsvarandi kafla í FJ og GM eru textar sem svo mjög greinir á að
þeir gætu verið eftir fjarskyldum handritum. Því mun hafa valdið að