Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 128
128
GRIPLA
Meginröksemd fyrir því, að 62 sé komið af 942, en ekki öfugt, felst í
fyrirsögn sögunnar. Alla leið frá Þ til 942 hefur hún verið á þessa lund
með lítilvægum frávikum í stafsetningu: Hier byriar sogu aff Laurentio
Höla byskupe.
I 62 er fyrirsögnin hinsvegar þessi: Saga Lwrentii Hoola B(isku)ps.
Neðan við söguheitið stendur Prologus, en sú kaflafyrirsögn sésl
ekki í neinu öðru handriti sögunnar. Það væri harla ósennilegt, ef 942
væri skrifað eftir 62, að skrifari 942 hefði farið að breyta þessum fyrir-
sögnum og þá hitt á nákvæmlega sömu aðalfyrirsögn og fylgt hafði allri
handritaröðinni fram til 62. Líklegra er því, að skrifari 62 hafi breytt
um fyrirsögn, enda er hann ekki alveg laus við fordild og hneigist m.a.
nokkuð til fyrningar í stafsetningu, t.d.: 319 Krist fe\ Christoffur 942,
Christ Offr 62; 326 vistum] vestur 942, vestr 62.
Nýir leshættir í 62 miðað við 942:
225 Fadir - Kalfur] Affauþur Laurentio er þad ad seigia ad hann er
Kalfur nefndur 942, Affwdr Laurentio er þad at segia at fadir hans er
nemndr Kiilfr 62; 22s mega] meigie 942, ma 62; 418 at\ ad 942, 62; 421
leidde] leydde 942, leida 62; 425 frœnnda] frœnda 942, magi, leiðr. á
spássíu úr frænda 62; 927_2K sagdiz - boknams] + 62; ll14 for] kom 62; ll15
hinum] + 942, enum 62; ll22 þegar] + 62; 1523-24 kominn] + til hans 62;
1727 sagdi Lau/-(entius)] + 62.
Nokkuð er unr leiðréttingar og viðbætur á fyrstu blaðsíðum sögunn-
ar, 516-523 (1-14 í útgáfunni), með dekkra bleki og snrærri skrift, ýmist
á spássíu eða milli lína. Einkum er um að ræða orð og setningar, sem
vantaði þegar í 942 og jafnvel enn eldri handrit. Dæmi: 430 kaggi
Pórgr.; 531”32 afPúl - br(odir) h(ans); 822 sukk] hark > suck; 931 godann]
mikinn > gódan; 1021 alldurs; 126 forsia] Rada > forsiár; 128-10 og hinn - í
vináttu; 1334 heilags manz] herramanna > heilagra manna; 1424 brefsins]
prestsinz > brefsins.
Við tvö síðustu dæmin stendur al: (þ.e.: alii). Af því má ráða að
skrifari hafi haft annað handrit til hliðsjónar.
Með þessari viðbót og smávægilegri lagfæringu frá útgáfunni lítur
ættarskrá handrita Laurentius sögu þannig út: