Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 258
258
GRIPLA
arra dæma er ég sannfærð um, að Hallgrímur hefur frekar notað Pb en
Gb, og öll ritningarorð í þessari ritgerð eru því tekin úr Þorláksbiblíu
nema annað sé nefnt.
Til að sjá sem greinilegast hvernig Hallgrímur styðst við orð Biblí-
unnar er heppilegt að skoða sálm, sem sýnir minnst áhrif frá Eintali
Mollers. Sautjándi sálmurinn sker sig strax úr á þessum grundvelli. í
bók sinni segir Arne Mpller (bls. 128): ‘Man lægger Mærke til, at der
ikke er noget forbilledligt i Eintal for XVII, hvor man især skulde have
ventet det.’ Hann er þess vegna þeim mun iðnari við að finna hugsan-
lega fyrirmynd í In Harmoniam, og í ritgerðinni frá 1923 birtir hann úr
bók Gerhards talsverðar hugleiðingar um ‘ager figuli’ (akur leirkera-
smiðsins) með tilheyrandi ritningarstöðum. Þá segir hann:
Hvis man sammenholder denne lærde lille Afhandling med Pass.
XVII, vil man deri finde de fleste Hovedtanker fra Salmen, og-
saa - til sidst - Billedet (fra Joh. 12) fra det berpmte Slutnings-
vers.
Hann er þó ekki alveg viss í sinni sök, þar sem ‘en helt fremmed ny Al-
legorisering over Jerusalem’ sé að finna í sálminum, og því þorir hann
‘dog heller ikke her regne det for afgjort, at der har fundet en ligefrem
Benyttelse Sted’ (bls. 236). En þegar maður ber saman hugleiðingar
Gerhards og 17. sálm, kemur í ljós, að þótt ýmsar tilvitnanir séu þeim
sameiginlegar, er skipun þeirra gjörólík, og ef gert er ráð fyrir, að Hall-
grímur hafi ort 17. sálm með hliðsjón af In Harmoniam, er áberandi
hverju hann hafnar af efni hennar. Til dæmis er ekkert í sálminum sem
minnir á Róm. 6, 4 eða Jes. 66, 14, en hvað eftirtakanlegast er, að í
þessum huggunarsálmi er hvergi minnst á helvíti, en Gerhard leggur
mikla áherslu á það:
projiciendi igitur eramus in gehennam, cuius typus fuit vallis
Josaphat, in qua sepeliebantur peregrini.
Sautjándi sálmur ‘Vm leirpottaranz akur’ tekur til frekari athugunar
efni 16. sálms ‘Vm Iudasar idrun’, þar sem söguþráðurinn er tekinn úr
Matt. 27, 3-7, en hugleiðingin er um syndir Júdasar að dæmi Eintals. í
17. sálmi er fjallað nánar um það er höfuðprestarnir keyptu:
akur pottmakaranz;
þar ma fullt frelse hafa
framande menn ad grafa. (XVII, 2).