Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 148
148
GRIPLA
upp byrja góðum mönnum til gleði ok skemmtunar, ok svá eigi
síðr til fróðleiks ok nytsemðar (130).
S.T. ætlar orðið ‘skemmtun’ merkja hér eins og yfirleitt í trúarbók-
menntum ‘uppbyggilega skemmtun’ eða ‘andlega huggun’ og styður þá
skoðun sína með tilvitnunum til annarra rita og sömuleiðis til þeirra
andstæðna, sem fram eru dregnar í téðri klausu.
Ekki er um það að villast að orðið ‘skemmtun’ getur falið í sér bæði
nytsemd (utilitas) og gleði eða dægrastyttingu (delectatio) og fer þá
eftir atvikum hvor þátturinn er burðarmeiri í hugtakinu. í þessu dæmi
sem endranær er skylt að taka tillit til samhengis eða m.ö.o. túlka ‘rit-
klifið’ með hliðsjón af sögunni sjálfri. Lárentíussaga er tvímælalaust
‘skemmtilegust’ allra biskupasagna og þar segir höfundur margar
skrýtnar sögur, sem bersýnilega eru ekki fallnar til nytsemdar eða and-
legrar huggunar heldur einbert til dægrastyttingar. Ég læt fylgja hér
frásöguna af Jóni Flæmingja, af því að mér þykir hún svo skemmtileg:
Einn tíma kómu mörg íslandsför til Þrándheims, ok vóru á marg-
ir íslenzkir menn. Vildi síra Laurentius þeim öllum nokkut til
góða gera. Þar kom millum annarra sá maðr, er Klængr steypir
hét ok frændi Laurentii ok honum heimuligr.
En sem Jón Flæmingi sá þat, vildi hann gera honum nokkut at-
hvarf ok talaði einn tíma við Laurentium á latínu ok mælti:
‘Kennið mér at heilsa á þenna yðar kompán upp á norrænu.’
Laurentio þótti mikit gaman at Jóni ok sagði: ‘Heilsaðu hon-
um svo: fagnaðarlaus, kompán!’
’Ek undirstend,’ sagði Jón, ‘at þetta mun vera fögr heilsan, því
gaudium er fögnuðr, en laus er lof,’ gengr síðan at Klængi steypi,
klappandi honum á hans herðar, ok mælti: ‘Fagnaðarlaus, komp-
án!’
Hinn hvessti augun í móti ok þótti heilsanin eigi vera svo fögr
sem hinn ætlaði.
Nú mælti Jón Flæmingi við Laurentium: ‘Ek forstend nú, at þú
hefir dárat mik, því at þessi maðr varð reiðr við mik.’
Jón Flæmingi hafði sér lagskonu svo ljóta ok leiðinliga, at
varla fannst ferligri ásjóna en sú, sem hon bar. Síra Laurentius
sagði meistara Jóni einn tíma, hvar fyrir hann vildi hafa svo for-
ljóta konu í bland við sik.