Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 268
268
GRIPLA
En/i Jonathan hafde ecke heyrt / ad hans Fader hafde sært Folk-
ed / Og han/í riette wt sin// Staf / sem ha//n hafde j sinne Hende /
og drap endanu/// j Hunanged / og bar Hpndena ad Mun/ie sier /
þa vpplukust [vpplystust Gb] hans Augu.
í þessu sambandi tel ég líklegast að sú líking Guðs orðs við hunang,
sem helst var Hallgrími í minni, sé Sálm. 19,11, enda tengd þar ‘upplýs-
ingu’ augnanna:
Skipaner DROTTins eru Riettferdugar / og gledia Hiartad /
Bodordin// DROTTins eru skiær / og vppbyrta Augu/z . . . Hann
er kostulegre en/z Gull og mijked klaarasta Gull / Hann er sætare
en/z Hunang og Hunangs seimur. (Sálm. 19, 9 og 11).
Arne Mpller sýnir fram á, að Eintali og Hallgrími (í 6. og 9. versi) er
sameiginleg tilvitnun í Matt. 7 og 17, um það að gott tré beri góða
ávexti en skemmt tré vonda, en Hallgrímur útskýrir nánar ‘Riettlætis
allann avogst’ með því að vitna í Fil. 2, 8:
[Hann] vard hlydugur allt til Dauda / ja / allt til Krossens Dauda.
Sbr. ‘inn til krossdauda hlijdinn var’ XXXII, 6. Þá telur Arne Mpller,
að bæði Eintal og Hallgrímur notfæri sér söguna (úr Matt. 21, 19-20)
um fíkjutréð sem visnaði þegar Jesús formælti því, en ef svo er, þá er
tilvísun Hallgríms fremur óljós, og felst í orðunum ‘ofan ad rotum
vppþornad’ í 9. versi, en orðavalið bendir þá helst á sögutilbrigðið í
Mark. 11, 13-14 og 20-21. Sbr. Mark. 11, 20:
Og ad Morne þa geingu þez'r þar fram/?z hia og sau Fikiutried
þurt orded ad Rotu/zz.
En hér kemur meginmunurinn á Eintali og sálminum fram: Eintal
dregur fram syndir mannkyns og reiði Guðs, en Hallgrímur leggur í
þessum sálmi (hvað sem kann að vera annars staðar) aðaláhersluna á
miskunn Jesú og friðþægingu hans. Þess vegna nefnir hann ekki, að
Kristur hafi formælt trénu, og hafnar líka öllu umtali um syndafallið og
‘Daudans Eple af þui forbodna Trienu’ (Eintal, Mpller, bls. 138). Ekki
notfærir hann sér heldur hugmyndina, sem finnst í Eintali, um Jesú
sem ‘Dauids Kuist’.
Þess í stað koma allmargar tilvísanir, sem ekki er að finna í Eintali,
og hér skal drepa á þær helstu.