Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 10
10
GRIPLA
blaðsíðu í Möðruvallabók, og er hér sá kostur vænstur að treysta lestri
hans.
Nú skal litið nánar á úrræði þeirra sem skrifuðu hin eftirritin.
FJ bls. 6021 Flann kuaz - 61R landi] koongur seiger færid mier Þorolfs
h0fud ef þid vinnid hann, þeir sdgdust mundu hætta aa þad, og h0fdu
C. manns med sier vel bwed, og sigldu aa stad þaa leidi fiell H (bls.
3214-16).
Þetta er sennilega eyðufylling í H og að mestu eftir ágiskun (sbr.
hina textana hér á eftir).
Hinir textarnir fjórir, JS, 145, 426 og 455, hafa allir haft autt rúm hér
í fyrstu, og hefur það verið fyllt síðar með annarri rithendi í JS, 145 og
426, en er ennþá autt í 455. Eyðufyllingarnar í JS og í 145 eru náskyld-
ar og mjög líkar samsvarandi texta í FJ sem þar er sóttur í W (frá bls.
6021 ‘Hann’ og út kap.), og stendur 145 þó heldur nær W. í 426 hefur
eyðan verið fyllt með texta náskyldum Ketilsbókartexta sögunnar.
I þessari opnu í JS liggur lítill pappírsmiði og eru þar skrifaðar með
18du aldar rithendi ábendingar um þessa eyðu og tvær litlar eyður á
næstu blaðsíðu, og hinum megin á miðanum er bent á tvær smáar eyð-
ur í 44. kap. sögunnar (ævintýri Egils í Atley).
Nefnd eyðufylling í JS hefst nokkrum orðum of seint, er þar sleppt
þeim orðum sem myndu samsvara FJ bls. 6021-6l', ‘Hann kuaz þá lofa
at þeir tæki Þórólf af lífi’. Vantar því fararleyfi þeirra bræðra, Hall-
varðs harðfara og Sigtryggs snarfara, og hefur þar verið ruglast á sam-
hljóða orðum, ‘þorolf af lifi’ (síðustu læsileg orð M-texta og einnig
seinustu orð fyrstu málsgreinar W-texta, þar sem hann hefði átt að
taka við, - eins og hann er látinn gera í útg. FJ). Það hefur einnig
stuðlað að þessari úrfellingu að í W og í brotunum y og 8 (í AM 162 A
fol.), sem hafa samskonar texta og W, stendur ‘við konung’ í stað setn-
ingarinnar ‘at þeir fari til ok taki Þórólf af lífi’ eins og stendur í lok síð-
ara dálks í bl. 69r í Möðruvallabók. Orðin ‘Þórólf af lífi’ standa því að-
eins á einum stað í W og y og 8.
Eyðufyllingin í JS er á þessa leið: ‘og veit ek at þer (þit W) munud
færa mer h0fut hans er þer (þit W) komed aptr, ok med þvi (4- W)
marga dýrgripe, enn þo gieta þess Sumer menn Sagde kongr ef þid
Sigled Nordr, at þid munud (munit W) bæde Sigla ok Röa at (-*• W)
Nordann,
Nu búast þeir sem ákafast (skiotaz W) ok hpfdu ij. skip ok ij.c
manna, ok er, þeir voru buner toku (taka W) þeir landnýrding ut epter