Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 262
262
GRIPLA
nefndi Jeremía í sambandi við spá Sakarías sem fyrr getur. En Hall-
grímur hefur líka haft í minni dæmisöguna um himnaríki í Matt. 13, 44:
Enn aptr þa er Himnarijke lijkt einum folgnum Fiesiod a Akre /
huorn ed Madr fann og falde hann / og af þeim fagnade sem
hn/m hafde yfer honum / gieck ha/zn burt / og sellde allt huad
han/j hafde / og keipte þan/i sama Akur.
Venjulega er þessi dæmisaga túlkuð svo, að maðurinn sem finnur fjár-
sjóðinn sé maður í leit að sáluhjálp, sem vill allt gefa til að fá hana, en
fyrir Hallgrími er maðurinn Jesús, sem gefur allt sitt til að kaupa sér
dýrmætar sálir mannkynsins, grafnar í syndugum heimi.
í síðara helmingi 7. versins, sem fjallar um kostnað kaupanna, er
vitnað í I. Pét. 1,18-19:
Og vited / ad þier erud ecke med forgeingelegu Gulle edur Silfre
endurleyst / j fra ydru hiegoma athæfe / epter Fedran/za vppsetn-
inge. Helldur med dyrmætu Blode Christi . . .
Hugmynd þessi er tekin til frekari athugunar í 14.-16. versi, en fyrst
snýr Hallgrímur sér að nýju umhugsunarefni - akurinn er keyptur til
grafreits fyrir útlendinga (Matt. 27, 7), og
Framande folked þad,
sem fieck ey neirn huijldar stad,
erum vier sorgum setnir
af syndugu edle gietnir.
Illskunnar edled vort
vtlenda2 hefur giórt
oss fra eilijfri gledi;
i Adamz falle þad skiede. (XVII, 8-9).
Hallgrímur er hér kominn á fjölfarinn veg guðfræðinnar, og talar um
mann, sem er útlægur úr viðurvist Guðs allt frá syndafallinu. Hér er
um marga hugsanlega ritningarstaði að ræða, en orðaval Hallgríms
minnir helst (auk I. Mós. 23, sjá hér að framan) á Ef. 2,12:
Þier vorud j þan/i sama tijma íyrir utan Christum framande og
2 I flestum útgáfum stendur ‘útlæga’, eftir Kaldaðarneshandritinu, en í Skálholts-
handritinu, sem mun vera skrifað seinna, stendur ‘vtlenda’.