Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 132
132
GRIPLA
at smjöri þessu.' Síðan fóru þeir í burt. En Ketill var þar eptir ok
skemmti sér við Hrafnhildi.2
- Nú líður nokkur tími, og Ketill fer heim til Hrafnistu, og þangað
kemur síðan Hrafnhildur með son þeirra, Grím loðinkinna. ‘Því var
hann svá kallaðr, at kinn hans önnur var loðin, ok með því var hann al-
inn.'3 - Gríms saga loðinkinna víkur að sarna efni: ‘Því var hann loðin-
kinni kallaðr, at kinn hans önnur var vaxin með dökkt hár, ok með því
var hann alinn,’4 í styttri gerð Örvar-Odds sögu er komizt að orði á
svipaða lund: ‘Grímr hét maðr loðinkinni; því var hann svá kallaðr, at
hann var með því alinn.'5
Hér verður ekki reynt að leiða rök að skyldleika þessara frásagna,
heldur vakir hitt fyrir mér að kanna hugmynd Örvar-Odds sögu hinnar
lengri um orsökina fyrir líkamslýti Gríms. Hér eins og víðar í fornsög-
um má gera ráð fyrir áhrifum útlendra lærdómsrita, og hvarflar þá
fyrst að lesanda frásögn Fyrstu Mósebókar af bragði Jakobs við Laban,
þegar hann fær lof um að eignast mislitt fé og sauði í hjörð Labans.
Laban skildi frá ‘alla rílóttu og spreklóttu hafrana, og allar flekkóttu
og spreklóttu geiturnar - allt það, sem hafði á sér einhvern hvítan díla,
og allt hið svarta meðal sauðanna og fékk sonum sínum. Og Jakob tók
sér stafi af grænni ösp, möndluviði og hlyni og skóf á þá hvítar rákir.’
Síðan hagaði Jakob þannig til, að beztu ærnar sáu stafina, þegar þær
fengu, og ‘ærnar áttu rílótt, flekkótt og spreklótt lömb.’6
í skýringarritum við Mósebók er um þetta fjallað eins og aðferð Jak-
obs sé byggð á vísindalegum forsendum. í Stjórn er kveðið skýrt að
orði (178. bls.):
Commestor segir sua. at þat er eigi ulikligt eðr undarligt. at
burdrinn uerdi likr þeirri mynd eðr likneskiu. sem hon séér í sid-
arsta punct lostagirndarinnar sua sem hun uerdr at honum haf-
andi. medr þi at Jeronimus segir sua. at þetta sama uerdi medr
horsunum i Spania. Ok sá meistari sem Quintillianus het uernaði
sua nockura fru. þa sem fæddi sua sem blalendzkan burð. at
2 Sama rit, 252. bls.
3 Sama rit, 255. bls.
4 Sama rit, 269. bls.
^ Qrvar-Odds saga (Altnordische Saga-Bibliothek 2), útg. R.C. Boer, Halle a.S. 1892,
3. bls.
6 /. Móseb. 30. 35-39.