Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 114
114
GRIPLA
um evrópskar bókmenntir og þjóðfræði, þurftu að benda löndum sín-
um á það, hvern styrk margir vinsælir höfundar á Bretlandseyjum,
Danmörku og víðar um álfuna höfðu af sögnum og þjóðkvæðum.
Þurftu íslendingar nokkurra erlendra fyrirmynda við? Áttu þeir ekki
sjálfir fornar bókmenntir sem þá þegar var farið að prenta og jafnvel
þýða á erlend mál, t.d. latínu, bókmenntir sem frændþjóðirnar höfðu
dauðöfundað þá af um aldaraðir? fslendingar nauðþekktu fornrit sín
og voru ekki í neinum vafa um gildi þeirra. í fyrrnefndri grein í Fjölni
minnist höfundurinn á Eddukvæði, sem ‘allar þjóðir öfunda okkur af’,7
en hann getur þeirra ekki sem bókmennta heldur þjóðkvæða. En
greinarhöfundur lætur hins vegar hjá líða, eins og aðrir íslenskir lærðir
menn á þessum tíma, að drepa á tengsl íslendingasagna við munnmæli.
Það virðist ekki hafa hvarflað að nokkrum þeirra að einmitt fslend-
ingasögur sóttu margt til ‘almúgasagna’, eins og skáldsögur Scotts og
Ingemanns. Að því er best verður séð litu íslendingar þá enn á forn-
sögur sínar, einkum íslendingasögurnar, sem sannar sögur; í þeim ríkti
sannleikurinn einn, ódeilanlegur og óumdeilanlegur. Þess vegna kom
þeim ekki til hugar að nefna þær í neinu sambandi við almúgasögur,
hálfsannar eða jafnvel ósannar. Svo fór þó samt að lokum að Jón
Thoroddsen, sem lagði grunninn að íslenskri skáldsagnagerð, fetaði í
ýmsu dyggilega í fótspor hinna fornu meistara á 13. öld, jafnframt því
sem hann sótti margt til Scotts og annarra evrópskra samtíðarhöfunda
og jós ótæpt úr óþrjótandi sjóði munnmælanna.
Illa gekk íslenskri skáldsagnagerð að komast á legg, m.a. vegna fá-
mennis þjóðarinnar sem gerði það að verkum að torvelt var að koma
út skáldriti í óbundnu máli mestalla 19. öld. Fjárhagsörðugleikarnir
voru svo miklir að útgáfa allra bóka og tímarita nema guðsorðabóka
og rímna var glæfraspil. Enn erfiðara átti leikritun uppdráttar. Þar
þurfti að reisa nær allt frá grunni.
Um miðja 19. öld var íslensk leiklist enn afar skammt á veg komin.
Innlend leikritun hafði líka skamma hefð við að styðjast. Rætur hennar
náðu ekki lengra aftur en á 18. öld til svokallaðra Skraparotsprédikana
í Skálholtsskóla, en þar voru vaxtarmöguleikar mjög takmarkaðir
vegna fámennis. Uppgangur Reykjavíkur á fyrri hluta 19. aldar studdi,
eins og við mátti búast, að viðgangi leiklistarinnar en þó ekki íslenskr-
ar leikritunar sérstaklega því að oft var leikið á dönsku eða leiknar
7
Fjölnir 1838, bls. 13.