Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 50
50
GRIPLA
Drapa stendr i eingum Eigils Sógum, nema þeim er Þormodr hefr lat-
ed skrifa. hann feck Drapuslitred fra mier, og let þad so setia i sin Ex-
emplaria, qvæ interpolatio ferenda non est. I ódru Exemplare, eins og
þessu, med hendi Asgeirs er og drapan, þad feck EtatsRaad Meier hia
Þormodi, og eg epter Meier.’ Fyrir neðan hefur einhver skrifað löngu
síðar: ‘Á sjálfsagt við Arinbjarnardrápu.'
Texti í 146 er yfirleitt vönduð uppskrift eftir Möðruvallabók, en Ás-
geir hefur haft Eglutexta í AM 463 4to til hliðsjónar og eyðufyllinga án
þess að geta þess. í 463 er uppskrift Egils sögu frá 17du öld með hendi
Brynjólfs Jónssonar á Efstalandi, og hefur framan af Möðruvalla-
bókar-texta af sama tagi og JS 28 fol. og AM 426 fol., en frá FJ bls. 497
hefur verið farið eftir texta náskyldum Eglutexta Wolfenbíittelbókar,
en þó er hann greinilega ekki kominn frá þeirri bók (sjá grein Jóns
Helgasonar í Nordælu, bls. 114 o. áfr.). Texti úr 463 kemur skýrast fram
í þeim kafla í uppskrift Ásgeirs sem fyllir stóru eyðurnar tvær, þar sem
blöð vantar í Möðruvallabók, og auk þess í texta sem tekinn er upp í
146 í stað torlesna kaflans í M á bl. 69vab og áfram á bl. 70rab (nema
neðstu línurnar tíu á bl. 70rb, sem er upphaf 23. kap.). Þessi kafli sam-
svarar FJ bls. 602l-6820.
Hér og þar eru nokkrir púnktar í stað ólæsilegra orða, en einnig
kemur fyrir að eitt og eitt orð er sótt í 463 í stað eyðu eða máðs bletts í
M eða þar sem hlaupið hefur verið yfir orð í M svo að texta er auðsjá-
anlega áfátt. Þetta má sjá frá upphafi sögutextans í 146, t.d. Möðru-
vallabók bl. 66rb (10. línu a.o.): ef þú konungr huers manz orð er menn
mæla heima epter hugþocka sínum (FJ 3410-11). í 463 hefur verið skrifað
‘vissir’ á eftir ‘konungr’ og ‘visir’ (svo) í 146. FJ hefur hér tekið upp
orðið ‘heyrðir’ sem er reyndar í samræmi við texta séra Ketils Jörunds-
sonar. Rétt á eftir stendur ‘ákúrun’ í M og er enn vel læsilegt nema ‘k’.
í 463 stendur hér ‘ásjá’, en í 146 ‘áþján’, sem er að vísu lagfæring í stað
‘ásjá’. Ásgeir hefur tekið upp ‘ásjá’ í samræmi við 463, en fundið jafn-
skjótt að það átti illa við á þessum stað. Nokkru neðar í sama dálki
stendur ‘morð fjár’, og hefur skrifari 463 (eða forrits) ekki kunnað við
það orðalag og breytt því í ‘mergð fjár’, og eftir því hefur Ásgeir farið,
þó að hann skrifi ‘merþ’ (mþ með er-bandi yfir m).
í eyðufyllingu samkvæmt 463 í stað þess blaðs sem týnt er á milli bl.
83 og 84 í Möðruvallabók, hefur Ásgeir tekið upp eina af fjölmörgum
spássíugreinum Þormóðar Torfasonar í 463: ‘oc lendborin oc tyginbor-
inn fram i ætter.’ Kemur hún þar í stað orðanna: ‘frá landnámz monn-