Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 20
20
GRIPLA
§ 19. Fyrsta vísa Egils sögu er lögö í munn Kveldúlfi eftir fall Þórólfs
sonar hans. Allmikill munur er hér á textum í JS og 426 annars vegar
og í H og 145 og 455 hins vegar. í JS og 426 hefur vísan flest einkenni
8-texta, en hinir textarnir þrír hafa M-texta. Þó hafa þau öll fimm les-
brigðið ‘þórs’ í upphafi 6. vísuorðs, þar sem M virðist hafa ‘þars’ eins
og W. í 5 stendur ‘þors’.
§ 20. í 27. kap. (FJ bls. 887) hefur föðurnafn Gríms hins háleyska
fallið niður í frumforritinu. í M stendur hér: ‘Grímr het maðr son þoris
ketils .s. kiolfara.’ Svo er að sjá sem ‘ketils .s.’ hafi verið lesið ‘ketils-
sonar’ (eins og rétt er) í nefndri uppskrift, þrátt fyrir niðurfellingu
‘þoris’, því að svo er prentað í H: ‘Grímur hiet madur son Ketilssonar
Kiplfara.’ Má merkilegt heita að ekki skyldi gerð leiðréttingartilraun. í
455 er samhljóða texti, en að vísu lagfærður með punkti á eftir ‘Ketils',
svo að textinn verður ekki fráleitur. Sams konar texti er í 568: ‘sonr
Kietells sonar Kialfara.’ í JS og 426 er orðalagi breytt til lagfæringar og
aukið inn lýsingarorðinu ‘háleyskur’ í samræmi við viðurnefni Gríms,
sem getið er síðar, ‘inn háleyski’: ‘Grimur hiet madur Haleyskur Kiet-
ilssonur Kialfara’. ‘Kietilssonur’ ber með sér að það er leiðrétting í
stað ‘Ketilssonar’, þar eð ‘Ketilsson’ hefði verið í meira samræmi við
málvenju. Leiðrétting hefur þó tekist einna best í 145: ‘Grýmur hiet
madur son Kietelz Kiólfara’.
§ 21. í Möðruvallabók endar bl. 72vb á ‘þorir þurs bio a’, en næsta
blað (73ra) hefst á ‘stauðum’. Hefur fyrri liður bæjarnafnsins fallið nið-
ur við blaðsíðuskiptin. í H og í 145 og 455 stendur hér: ‘Þorer þuss
bioo ad Stpdum’ (stafs. H). í JS og 426 er textinn lagfærður og skrifað
‘Þursstódum’. í 568 hefur textinn og verið lagfærður: ‘Þorir biö aa
Þorustodum'. Leiðréttingin í JS og 426 kann að vera tilgáta manns sem
hefur þekkt til á þessum slóðum, þar eð Þursstaðir eru þar enn með
því nafni, en kynni einnig að vera ályktun dregin af viðurnefni Þóris.
Umbótin í 568 mun hafa stuðst við nafn Þóris, þó að þá hefði fremur
mátt vænta að bærinn hefði verið nefndur Þórisstaðir.
§ 22. í Möðruvallabók, bl. 73ra, segir frá búskap Skallagríms, þar á
meðal nýtingu hlunninda: ‘hualakuamur voro þa ok miklar. ok skiota
matti sem villdi. allt var þat þa kyrt i veiðistoð. er þat var ouant manni’
(= FJ bls. 938-10). Þetta stendur allt skýrum stöfum í handritinu, en
engu að síður hefur parturinn ‘allt - veiðistoð’ brenglast furðulega,
nema ætlunin hafi verið að stytta. í H stendur hér í stað þessara orða:
'þar edstood', og verður að gera ráð fyrir prentvillu í stað ‘þar ed