Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 266
266
GRIPLA
fyrst Illgresid saman / og bindid þad j bindini til brenslu / en/i
Hueitenu sanzan/isafnid j mijna Kornhl0du.
(Hér kemur Matt. 3, 12 líka til greina, en orðavalið þar er ekki eins
skylt orðum Hallgríms.) Hinn staðurinn er Jóh. 12, 24:
Nema þad ad Hueitekorned falle j Jordena og deye / þa blijfur
þad einsamallt / En/i ef þad deyr þa færer þad mykenn Au0xt.
Úr þessum versum yrkir Hallgrímur erindi, sem Finnur Jónsson, þótt
vantrúaður væri, taldi ‘líklega hið fallegasta og hjartnæmasta vers, sem
ort er á voru máli.’ (Sigurður Nordal, bls. 105):
Hueitekorn þektu þitt
þa vpprijs holldid mitt,
i byndine barna þinna
blessun lattu mig finna. (XVII, 27).
Til er sú sögusögn, að sálmarnir hafi upphaflega verið 48, en skáldið
að ráðum Brynjólfs biskups bætt tveimur við, hinum 17. og 32., svo að
þeir fylltu fimmta tuginn. (Sigurður Nordal, bls. 96).
32. sálmur er þó ólíkur þeim 17. að því leyti, að skýr fyrirmynd finnst
í Eintali, - Arne Mpller tekur svo djúpt í árinni að kalla 32. sálm ‘en
Omdigtning af Eintal’. Hann nefnir bara eitt dæmi um hugmynd, sem
kemur fram í 32. sálmi og ekki er að finna í Eintali, og telur hana
dregna frá In Harmoniam (Edda 1923, bls. 244). Mér þykir þessi sálm-
ur aftur á móti gott dæmi um það, hvað Hallgrímur er leikinn í að bæta
við og bæta úr hinu þurra efni Eintals, með því að styðjast enn við
Biblíuna.
Hér skal ekki grannskoða allar tilvitnanir, en ég ætla að benda á
nógu margar til að sanna, að Hallgrímur notar sér ritninguna í svipuð-
um mæli, hvort sem hann er að yrkja með hliðsjón af Eintali (eða öðru
riti) eða ekki. Uppistaða 32. sálmsins ‘Vm þad visnada og græna tried’
er orð Jesú í Lúk. 23, 31, sem Hallgrímur fer líka með í 31. sálmi, ‘Pred-
ikun Christi fyrir kuinnunum’. Eftir því sem Arne Mpller segir (1922,
bls. 138-9), hefur Hallgrímur í hugleiðingum sínum um þessi orð það
sameiginlegt með Eintali að vitna í Sálm. 1, 3 um tréð:
huprt ad Rootsett er j hiaa Vatz Lækium / hu0rt ed ber sin/i
Av0gst j sijnu//i tijma / Og hans Lauf bl0d munu ecke visna