Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 52
52
GRIPLA
99v í Möðruvallabók, því að ólíklegt er að Ásgeir hafi reynt að bæta
um. Þessi texti hlýtur að hafa verið mjög gagnlegur þeim sem síðar
hafa reynt að lesa drápuna á þessari fádæma illa læsilegu blaðsíðu.
Höfuðlausn er hér í 146 á sínum stað, þó að ekki sé stafur af henni í
Möðruvallabók. Textinn er í höfuðatriðum sem í Wolfenbiittelbók og í
uppskrift Árna Magnússonar í AM 761b 4to (eftir handriti sem hefur
glatast) að því er varðar varðveittar vísur og röð þeirra. Lesbrigði
koma oft heim við sérlesbrigði í uppskrift Árna og eru nokkrum sinn-
um í samræmi við þá uppskrift auk útgáfu Ole Worms (sjá Skjalde-
digtn. I A bls. 35 o. áfr.), og a.m.k. tvisvar bætist e í þann hóp. Einnig
kemur fyrir skýrt lesbrigði í samræmi við OW og e (10. v.). Samanburð
við önnur handrit má sjá í FJ bls. 350 o. áfr. (146 hefur þar fallið niður í
upptalningu þeirra handrita sem hafa lesbr. ‘frey’ (skr. ‘frei’) í 16. v., 6.
vo.) Á þremur stöðum í 146 eru sérlesbrigði, sem kunna að vera um-
bótatilraunir Ásgeirs, þó að ekkert þeirra geti talist til bóta (63 gar f.
gat, 83 bægrefill f. bengrefill, 97 nytr f. nipt).
AM 460 4to er Eglu-uppskrift eftir Möðruvallabók. Rithöndin er
Eyjólfs Björnssonar (samkvæmt ábendingu Stefáns Karlssonar). Eyj-
ólfur var fæddur 1666. dvaldist í Kaupmannahöfn 1687-9, varð síðar
prestur á Snæfoksstöðum (Snæfuglsstöðum) í Grímsnesi. Hann hefur
gert margar uppskriftir eftir skinnbókum fyrir Árna Magnússon og
Þormóð Torfason, bæði í Kaupmannahöfn og síðar heima á íslandi.
Möðruvallabók kom til Kaupmannahafnar árið 1684, gefin Tómasi
Bartholin, sem varð fornfræðingur konungs sama ár, dó 1690. Árni
Magnússon hafði gengið í þjónustu Bartholins 1684, og bókina eignað-
ist Árni eftir lát hans. Árni hefur fengið Eyjólf til að skrifa Eglu eftir
Möðruvallabók á Kaupmannahafnarárum hans, og Eyjólfur hefur
reyndar einnig skrifað Hallfreðar sögu fyrir hann eftir sama handriti
(sjá Hallfreðar sögu, útg. 1977, bls. lxvii—lxviii).
Árni Magnússon hefur skrifað leiðréttingar og lesbrigði á milli lína
og á spássíur. Auk þess hefur hann skrifað á spássíu vísuhelming sem
vantar í Möðruvallabók (Ókynni vensk ennis, 23. v. í FJ og SN. Síðari
helmingur einn er í M, K og 0, en vísan er heil í Wolfenbúttelbók og í
AM 463 4to). Auk þess hefur Árni skrifað nokkrar athugasemdir um
tímatal á spássíur og eitt og eitt ártal varðandi atburði í sögunni; virðist
telja Egil fæddan 902. Þar á meðal eru þrjár klausur á latínu, bl. 115v
um dauða Gorms konungs í Danmörku, bl. 123r um víkingaferðir og
bl. 125v um að Egluhöfundur hafi ruglast í styrjöldum Ethelstanusar