Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 43
UM EGLUTEXTA MÖÐRUVALLABÓKAR í 17DU ALDAR EFTIRRITUM 43
og 455 hafa haft eyður, vottar ekki fyrir slíku í 426 og JS, en þessi tvö
hafa samt sem áður á sama bili samhljóða texta af annarri gerð en M. I
fyrsta skipti af þessum þremur síðast töldu tilfellum (§ 11) er texti í 426
og JS samhljóða útg. 1809, en textinn er af óvissum uppruna, þó að
hann byrji sem 8 (‘hann hafði sex skip’). í öðru og þriðja tilfelli (§§ 13
og 15) hafa 426 og JS 8-texta og í bæði skiptin ásamt 145, en skallar enn
auðir í 455. Þessi þrjú dæmi sanna að 426 og JS eru runnin frá sam-
eiginlegu forriti, þar sem þessar þrjár eyður hafa þegar verið fylltar
með texta af annarri gerð. JS og 426 hafa sums staðar 8-lesbrigði í vís-
um.
5. AM 455 4to hefur víða lesbrigði með H og 145 á móti JS og 426, þ.
á m. tvö ótvírætt réttari en JS og 426 í þeim texta sem fyllir síðara
skarðið í Möðruvallabók. Það er sameiginlegt 455 og 145 að þar er
sleppt tveimur seinustu ljóðlínum einnar vísu, en óvíst að það sýni sér-
stakan skyldleika (§ 25). í annað skipti er heilli vísu sleppt í 455, og er
þá skrifað á spássíu með hendi skrifarans: ‘öskilin’. (Sbr. § 30). I a.m.k.
eitt skipti hefur 455 óbrenglaðan M-texta gegn öllum hinum (nema 568
sem er skert): ‘þötti hónum skogar þar fiærlæger’ (‘fiar-’ M. bl. 73va).
Þessum M-texta er að sönnu áfátt og hefur verið leiðréttur á einn veg í
H og annan í JS og 426, en orðaröð er vikið við í 145. (Sbr. § 24).
6. í AM 145 fol. er allótraustur texti, því að skrifarinn (Jón Gissurar-
son) hefur sums staðar breytt orðalagi að geðþótta sínum.
7. í AM 568 4to er samsettur texti af tveim handritum, báðum frá
17du öld, og er í hvorutveggja texti runninn frá Möðruvallabók. Sam-
skeytin eru þar sem 16da blaði lýkur og 17da blað hefst. Fyrra blaðið
endar á orðunum: ‘Enn óxinn hliop nidr i ste[ininn’] = FJ bls. 1195.17da
blað er skert efst og má fyrst greina: [’hittu]st. Sýd[an’] = FJ bls. 11813,
þ.e. nálega tólf prentuðum línum framar en texti 16da blaðs endar.
Fyrri hluti þessa texta, sem má nefna 568 I, er óvönduð uppskrift og
er víða sleppt úr ekki aðeins einstökum orðum heldur og setningum og
setningahlutum. Auk þess er orðalagi víða breytt og þá oftast stytt um
leið, t.d er skrifað ‘hirdar’, þar sem M og hinar uppskriftirnar hafa
‘þess erendiss at ganga til handa honum’ (sjá FJ bls. 809), og rétt á eftir
stendur í 568 I: ‘[einga] giæfu til hans sækia’ í st. ‘af konungi hljóta
skaða einn en enga vppreist’ í M og hinum uppskriftunum (sjá FJ bls.
8010"11). Næst breytir hann ‘ráðagiorð’ í ‘firirætlan’, og er þá vandséð
hver tilgangurinn er. Og svo mætti lengi telja. Mestu varðar þó að
skrifari sleppir með öllu texta af bl. 69v í Möðruvallabók. Það er sem