Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 163
UM FORMÁLA ÍSLHNSKRA SAGNARITARA
163
ekki gleyma aö það var lítúrgísk nauðsyn að eiga vita eða lífssögu dýr-
lings á latínu, til þess að hægt væri lesa latneskar lectiones eða les á
messudögum þeirra. Að það hafi verið gert sýna brotin úr Þorlákslesi
sem varðveist hafa. Aðferðin í þeim er sú sama og í öðru dýrlingalesi:
útdráttur er gerður úr sögu á latínu. Sama aðferðin hefur vafalaust ver-
ið höfð við latínusöguna um Jón helga, enda þótt ekkert sé varðveitt af
því lesi. Þessar latínusögur hafa báðar verið samdar skömmu eftir að
helgi biskupanna var samþykkt, enda hlýtur fljótlega að hafa verið
gerð að því gangskör að koma á föstu rítúali á hátíðum þeirra, því að
minnsta kosti á dómkirkjunum og í klaustrum og höfuðkirkjum hefur
orðið að lesa tilskildar lectiones á latínu. Því er engin furða að Guð-
mundur góði hafi gengist fyrir því að hin latneska Jóns saga væri skrif-
uð. Vitaskuld má vera að þessar latnesku sögur hafi öðrum þræði verið
ætlaðar til útflutnings, a.m.k. til erkistólsins í Þrándheimi. Þorláksles er
raunar í Breviarium Nidrosiense, að vísu stytt, aftur á móti er Jóns
helga þar ekki getið.
í öðrum kafla ræðir Sverrir um tilgang eða markmið verkanna eins
og því er lýst í formálum beint eða óbeint. Vitaskuld er þetta nátengt
tilefni ritunar, en eins og höfundur tekur fram er yfirlýsingum formála
varlega treystandi, eða eins og hann orðar það: ‘tilgangurinn getur ver-
ið allt annar en höfundurinn lætur uppi í formálanum’ (109). Því er
nauðsynlegt að bera saman orð formálanna og verkið sjálft. Sverrir
gerir fyrst skilmerkilega grein fyrir tvenns konar hlutverki helgisagna:
að lofa dýrlinginn og verk hans og að láta söguna verða áheyrendum
til kristilegrar uppbyggingar og eftirdæmis. Eins og hann bendir á (112)
þótti ekki sæma að lofa manninn í lifanda lífi og vitnar þar í biblíustað
(Eccl. 4,2). Raunar hefði öllu fremur mátt vitna í Síraksbók 11,30: lAn-
te mortem ne laudes hominem quemquam' (lofa engan mann fyrir and-
lát sitt), sem stendur nær texta Þorláks sögu og Jóns sögu A, en þær
hafa báðar: ‘Eigi skaltu lofa mann í lífi sínu’ og vísa báðar í ritninguna.
Hinsvegar hefur Jóns saga tilvitnunina líka á latínu: ‘Ve laudaveris
hominem in vita sua’, sem er ekki biblíutexti. En einmitt þessi sama
latínutilvitnun stendur í latneska lesinu um Þorlák, og er líklegast að
báðar íslensku sögurnar hafi fengið þessa tilvitnun þaðan. Raunar hef-
ur Peter Koppenberg1 fundið þessa latínutilvitnun orðrétta í ævisögu
1 P. Koppenberg, Hagiographische Studien zu den Biskupa sögur. Unter besonderen
Beriicksichtung der Jóns saga helga, Bochum 1980, bls. 101.