Gripla - 01.01.1993, Blaðsíða 126
126
GRIPLA
9. Barnatölu flokkur Sr Einars.
Það sem Jón nefnir viðbæti og er á bls. 632-644 er samhljóða efni í
þáttum um Skálholtsbiskupana Gísla Jónsson, Odd Einarsson og Gísla
Oddsson í ættartölubókum kenndum við séra Þórð Jónsson í Hítardal;
ennfremur ágrip af lífssögu Brynjólfs biskups Sveinssonar eftir séra
Torfa Jónsson í Gaulverjabæ. Samstofna ágrip er t.d. í AM 437 fol.
Framan við titilblað ÍB 62 fol. er dálkskipt saurblað, og efst framan
á því er skrifað stórum stöfum með bleki: ‘Pétur Gudlaugsson’, en neð-
ar með blýanti: ‘Skúli Arnason, Gudmundur, Sveyrn, Snyolaug, Helga,
Þorbyorg, Sygrydur’, og neðst með öðru skriftarlagi ‘Gudmundur.’ í
næstaftasta dálki stendur ‘Petur Pálmason’.
Aftan á saurblaðinu efst til vinstri stendur með bleki: ’DNíelsson
1851.’
Aftan á miðju síðasta blaði sjálfrar sögubókarinnar (bls. 658) er
skrifað með bleki: ‘Gudrn Jónas’, en nokkru neðar með blýanti: ‘Gud-
mundur Jónas Són’. Sama nafn er skrifað með blýanti á bls. 544 og
með bleki á neðri spássíu bls. 548 og stendur á haus. Aftan við eru tvö
skert saurblöð með einhverju reikningsyfirliti, og samskonar blöð eru
innan á báðum spjöldunum. Á þeim koma fyrir ártölin 1789, 1790 og
1807. Á fyrra saurblaðinu aftan við söguhandritið má greina brot úr
bundnu máli, sem einna helst virðist blanda af guðsorði og hetjurímu
(um Egil Skallagrímsson?):
Eigli . . . nn . . . so . . . kom og . . . koldu flesta hafa nadi kiemp-
ann þigt og ulgratt hafdi han a heila stor[d] . . . herda mikill hals-
inn digur hard [leitur] og grimmiligur. Gud minn Godur giefi
m[ier] Gott ad læra og skilia so eg meigi þocknfast þier] og þin-
um dirdar vilia.
Neðan við þetta má greina nöfnin Bergur Be . . . s(on), Sigurdur
Þordar Son, Pietur Gudlaufgs] Son.
Um aldur handritsins og feril segir Jón Sigurðsson þetta eitt á fyrr-
nefndum seðli: ‘hönd c. 1770. Daði Níelss. átti bókina 1851. Baldv.
Stephánsson prentari 1869.’ Öðrum kunnáttumönnum um handrit og
skriftargerð ber saman um, að höndin sé frá seinni hluta 18. aldar.3
3 Byskupa spgur, udg. Jón Helgason, I. Hefte, Kh. 1938, 54; sbr. Ilálfs saga ok Hálfs-
rekka, herausgegeben von Hubert Seelow, Rv. 1981, 34-35. Með öðrum kunnáttumönn-
um er einnig átt við Grím M. Helgason á Landsbókasafni, Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og
Jón Samsonarson á Stofnun Árna Magnússonar.