Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 17

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 17
Mér hefur oft komið í hug sagan um unga prestinn sem kom nýr í prestakallið og var sagt þar ffá konu sem var svo umtalsffóm að hún átti alltaf nokkuð gott um sérhvem að segja. Presturinn var nú miður trúaður á þetta og gerði sér ferð til gömlu konunnar til þess að sannreyna þessa staðhæfingu. Og sem hann sat þama í eldhúsinu hjá henni og rakti úr henni gamimar um sóknarbömin þá var það segin saga, alltaf hafði hún nokkuð öllum til málsbóta, jafnvel verstu skúrkum og skíthælum, þangað til presturinn var alveg kominn í þrot og sagði: „Ja, hvað segirðu þá um djöfulinn og allt hans athæfi og öll hans verk?“ Þá þagnaði sú gamla og sagði svo hugsi: „Ja, ef sumir aðrir væm eins iðnir og hann þá væri ýmislegt á betri veg í veröldinni.“ Ég þakka alla iðni og alla góða málafýlgju kirkjuþingsmanna og samtal um þau mikilvægu mál sem fyrir liggja. Það samtal er mikilvægt og það þarf að halda áfram úti í kirkjunni, úti á vettvangi hinna ýmsu stofnana kirkjunnar. Minnug þess sem Lúther gamli sagði, að guð gaf okkur tvö eyru en einn munn til þess að við hlustuðum helmingi meira en við tölum. Það þurfum við að temja okkur, að hlusta á hvert annað af virðingu. Við höfum tekist hér á og togast á en nú förum við héðan til okkar verka og við skulum gera það minnug orðanna sem við höfum haft héma fyrir augum á plakati jafnréttisnefndar: „Guð fer ekki í manngreinarálit.“ Og hann veit og sér og skilur og hann metur allt rétt. Nú vil ég biðja þess að við öll snúum nú bökum saman og sýnum styrk kirkjunnar í því að sækja fram með málstaðinn góða sem við emm send með íslenskri þjóð. Það er dýrmætast alls, fagnaðarerindi Jesú Krists. Ekkert má skyggja á það. Ég veit og ég treysti að fyrir guðs náð lifir kirkjan af slæma biskupa og hugsanlega líka misjafna presta. En ég veit líka að hún lifir vart af ef mæður og feður hætta að kenna bömunum sínum að biðja, að elska guð og biðja í Jesú nafni. Hún lifir vart af ef fólk á vettvangi dagsins fær ekki heilnæma næringu guðs orðs og sakramenta, þá næringu sem miðlar trú á lífið og lífi í trú. Allt okkar verk í söfnuðunum og stofnunum kirkjunnar á að miða að því að þeirri iðkun linni ekki og aldrei hefur það verið mikilvægara en einmitt nú að við stöndum saman um að hlynna að því og efla. Leggjum okkur það á hjarta, góðu systkin. Ég bið að guðs góði andi taki að sér málefnin sem okkur hafa legið hér á hjarta og allan góðan vilja og áform og verk og sama góða anda fel ég orðin okkar hér, að hann mýki og græði þar sem hefúr sviðið, að við förum héðan og heim bundin endumýjuðum ásetningi um að starfa saman á hinum víða og verkmikla akri heilagrar kirkju á íslandi. Náð guðs og friður sé með okkur öllum. Amen. Forseti kirkjuþings, Jón Helgason, sleit 32. kirkjuþingi. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.