Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Side 26

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Side 26
Nánari upplýsingar um úthlutanir er að finna í ársreikningum hlutaðeigandi sjóða fyrir 1999 en úthlutun þessa árs er að finna í fylgiskjölum um fjármál þjóðkirkjunnar. Úthlutun styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna hefur verið færð fram í desember þar sem úthlutað er fyrir næsta ár. Þetta hefur mælst vel fyrir og ætti að auðvelda sóknum að skipuleggja framkvæmdir og fjármál með skilvirkari hætti. Ennffemur hefur Jöfnunarsjóður gengið í ábyrgðir fyrir lánum sókna hjá lánastofhunum og síðan hafa nokkrar sóknir fengið vilyrði um úthlutun styrkja fram í tímann. Er ljóst að þetta greiðir mjög fyrir allri áætlanagerð sóknanna og möguleikum þeirra að afla fjár hjá lánastofnunum til nauðsynlegra framkvæmda. Með tilkomu ábyrgðardeildar Jöfnunarsjóðs verður þessi þáttur fjárstjórnar styrktur enn. Kirkjuráð samþykkti að hanna ný umsóknareyðublöð og færa þau í þann búning að unnt sé að nálgast þau og fylla út í gegnum kirkjuvefinn. Reynt verður að ljúka því á næsta ári. Önnur mál Endurskoðun gildandi starfsreglna. í einstökum starfsreglubálkum eru endurskoðunarákvæði. Þeir eru starfsreglur um: a) kirkjuþing (ákv. til bráðabirgða) b) úrskurðamefnd og áfrýjunamefnd þjóðkirkjunnar (36. gr.) c) presta (45. gr.) d) meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar (10. gr.) í samráði við forseta kirkjuþings er litið svo á að endurskoðun á starfsreglum um kirkjuþing hafi farið firam, svo og á starfsreglum um presta, en báðir þessir bálkar hafa sætt endurskoðun frá því þeir voru settir. Flutt er tillaga á kirkjuþingi 2000 um breyting á starfsreglum um kirkjuþing nr. 729/1998, þ.e. á 35. gr. Tillaga um breyting á starfsreglum um úrskurðamefnd og áfrýjunamefnd þjóðkirkjunnar er lögð fram á kirkjuþingi 2000 eins og fyrr segir. Hvað varðar starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar þykir ekki ástæða til endurskoðunar nú þar sem ekki hefur reynt á reglumar og ekkert það komið fram í dag sem þykir gefa tilefni til slíkrar endurskoðunar. Rétt er að taka fram að vitaskuld geta allir starfsreglubálkar komið til endurskoðunar hvenær sem er enda hverjum kirkjuþingsfulltrúa heimilt að leggja fram slíkar tillögur. Upplýsingamál Akveðið var að endumýja tölvubúnað á biskupsstofu að höfðu samráði við ýmsa aðila m.a. Ríkiskaup. Ákveðið var að leita ráðgjafar hlutlauss aðila um stefnumörkun í málaflokknum. Þegar er byrjað að vinna samkvæmt tillögum hans, einkum hvað varðar þjónustu við búnaðinn, tengingar við umheiminn, rekstur heimasíðu og fleira. Kirkjuráð beitti sér fyrir fundi sérfræðinga um vefgerð og heimasíðu kirkjunnar. Leiddu þar saman hesta sína fólk úr heimi tölvu og upplýsingamála og prestar og starfsfólk kirkjunnar svo og fulltrúar kirkjuráðs og biskups. Var álit sérfræðinga að heimasíður þróist nú mun meir í átt til samskipta en að vera beinar upplýsingasíður. Mikilvægt er að skoða vel þessa samskiptabyltingu sem breytist nánast daglega með sífellt nýrri tækni. Töluvert kostnaðarsamt er að fylgjast með þeirri þróun. Engu að síður hlýtur boðandi kirkja að verða að takast á við þessa þróun boðmiðlunar og samskipta af alvöru. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.