Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Page 27
Höfundaréttarmál.
Viðræður standa yfir við Fjölís, sem eru samtök á sviði höfundarréttar, um heimildir
kirkjulegra aðila til hagnýtingar verka (texta, nótur, o.fl.) og greiðslur í því sambandi.
Ríkisvaldið hefur þegar gengið til samninga við samtökin en litið er svo á að sóknir
landsins og sérstofnanir kirkjunnar standi utan við það samkomulag. Einkum er þar átt
við ljósritun nótna sem kirkjukórar kunna að nýta í starfi sínu.
Líknar - og viðlagasjóður kirkjunnar og Fræðslu-, kynningar- og útgáfusjóður.
Dóms og kirkjumálaráðherra hefur staðfest skipulagsskrár fyrir þessa tvo sjóði og hafa
þær birst í Stjómartíðindum. Þar með em sjóðimir formlega teknir til starfa. Verður
brátt auglýst eftir umsóknum.
Val á prestum.
Kirkjuráð hefur á fundum sínum rætt um fyrirkomulag á vali og veitingu
prestsembætta. Talsverðar umræður og gagnrýni hefur verið á lofti innan kirkjunnar
um þessi mál og talið ljóst að í sumum tilvikum hafi ekki verið farið eftir starfsreglum
og leiðbeiningarreglum við val á prestsembættum. Þess skal getið að tvisvar hefur
niðurstaða valnefndar verið kærð til Kærunefndar jafnréttismála og í báðum tilvikum
hefur kærunefnd talið að brotið hafi verið á umsækjanda. Er þá veitingavaldinu falið
að finna ásættanlega lausn. Hefur það haft í for með sér að embætti biskups íslands
hefur orðið að taka á sig greiðslur bóta. Tekið skal ffam að á þeim tíma sem núverandi
reglur hafa gilt hafa verið veitt 16 sóknarprestsembætti og 4 prestsembætti.
Framundan er val í þremur prestaköllum.
Úrskurðamefnd og áfrýjunamefnd.
Frá síðasta kirkjuþingi hafa tvö mál hlotið úrlausn úrskurðamefndar kirkjunnar frá
síðasta kirkjuþingi. Annars vegar mál viðvíkjandi val og veitingu embættis
sóknarprests í Grenjaðarstaðarprestakalli og hins vegar mál varðandi Holtsprestakall í
ísafjarðarprófastsdæmi.
Samkvæmt 13. gr. þjóðkirkjulaganna hefur kirkjuráð heimild til að skjóta úrlausn
úrskurðamefndar til áfrýjunamefndar. Kirkjuráð ákvað að nýta sér ekki þá heimild
hvað varðar mál Grenjaðarstaðarprestakall.
Máli Holtsprestakalls var skotið til áffýjunamefndar af báðum aðilum málsins.
Kostnaður af rekstri þess máls fyrir báðum nefndunum varð umtalsverður svo og
kostnaður sem greiddur var vegna lögffæðiaðstoðar við málsaðila.
Biskup tók þá ákvörðun eftir að hafa farið vestur og fundað með sóknarbömum
Holtsprestakalls að verða við ósk þeirra að málskostnaður málshefjenda yrði greiddur.
Þegar reikningur lögffæðings gagnaðila barst síðar var ákveðið að sá reikningur yrði
líka greiddur. Bókun kirkjuráðs var á þessa leið: "Þar sem hér er um fyrsta mál sem
fer þessa leið innan kirkjunnar samþykkti kirkjuráð til að gæta jafnræðis að greiða
þennan reikning. Kirkjuráð ályktar að hér sé um undantekningartilvik að ræða og
málskostnaður verði ekki greiddur framvegis."
Útgáfa laga og reglna kirkjunnar.
Kirkjuráð gaf út í ársbyijun lagasafn kirkjunnar í nokkuð breyttri mynd. Ákveðið var
að gefa aðallega út réttarheimildir sem varða kirkjuna beint, lög, reglugerðir og
starfsreglur. Þá vom nokkrar fleiri heimildir teknar með. Heimildimar vom flokkaðar
23