Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 30

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 30
Á síðasta kirkjuþingi var málum vísað til kirkjuráðs, forseta kirkjuþings og biskupafundar. Hefur verið gerð grein fyrir öllum þessum málum í skýrslu kirkjuráðs, afgreiðslu þeirra og undirbúningi að nýju fýrir kirkjuþing. 16. mál Kirkjuþings 1999 liggur þó ekki fýrir, utan þess að umsagnir um málið hafa verið lagðar fýrir þingið. Þar sem þetta mál fjallar um kosningar til kirkjuþings er mjög brýnt að málið verði unnið frekar og það lagt fýrir næsta kirkjuþing 2001. Kirkjuráð hefur lagt fýrir núverandi þing tillögu að nýjum starfsreglum fýrir kirkjuráðið. Væntir kirkjuþing góðra samskipta við kirkjuráð í ljósi þessara reglna. Tillögur um endurmenntun presta hafa verið unnar í samráði við stjóm Prestafélags íslands svo og tillögur um handleiðslu fýrir presta og djákna. Er vonast til að starfshópur sá, sem skipaður var, geti skilað tillögum sínum til kirkjuráðs á tilsettum tíma þannig að hægt verði að fjalla um þær á næsta kirkjuþingi. Á síðasta kirkjuþingi var fjallað um tvö mál, 33. mál sem er um skipan kirkjustarfs á höfuðborgarsvæðinu og 34. mál sem er um könnun á þjónustuþörf í prestaköllum. Það er gleðiefni að búið sé að skipa nefnd um skipulag kirkjustarfs á höfuðborgarsvæðinu, sem er að störfum. Brauðamatsnefnd var falið að kanna þjónustuþörfina í prestaköllunum. Er mjög brýnt að vandað verði til þessa verks og því hraðað eftir föngum, þar sem niðurstöðumar munu hafa afgerandi áhrif á stefnumótun þjóðkirkjunnar. Fjármál kirkjunnar hafa stöðugt færst í betra horf. Það er mikið ffamfaraspor að úthluta úr Jöfnunarsjóði sókna í desember og að veitt séu vilyrði fram í tímann. Þá er og til bóta að sameina marga og veikburða sjóði kirkjunnar í tvo burðarmeiri sjóði: Líknar- og viðlagasjóð og Fræðslu-, kynningar- og útgáfusjóð. Stofnskrá þessara sjóða hefur verið lögð fram á kirkjuþingi. Nauðsynlegt er að kirkjan haldi vöku sinni og fýlgist með upplýsinga- og tölvumálum samtímans. Lýst er ánægju með heimasíðu kirkjunnar, en jafnframt minnt á mikilvægi þess að hún sé í stöðugri þróun. Kirkjuþing harmar að deilumál komi upp innan kirkjurmar. Minnt er á mikilvægi þess að fljótt sé gripið inn í slík mál, rísi þau á annað borð. Nauðsynlegt er að vandað sé til allrar málsmeðferðar. Þegar niðurstaða hefur náðst í deilumálum ber málsaðilum að virða þá lausn, sem þar til bærir aðilar hafa fundið. Kirkjuþing tekur ekki undir framkomnar ásakanir á hendur biskupi íslands í þessu sambandi og telur þær ómaklegar. Vakin er athygli á, að á þessu hátíðarári, sem er að líða, hafa verið haldnar kristnihátíðir um land allt, sem hafa verið til fýrirmyndar og vel sóttar. Á Þingvöllum var hápunkturinn. Störf allra, sem unnið hafa að þessum hátíðum, munu koma kirkjunni til góða í hennar starfi og ber að þakka fýrir það. Fyrirhugað er landsþing kirkjunnar um næstu Jónsmessu í júní komandi. Kirkjuþing lýsir stuðningi við þessa hugmynd, en ekki er einhugur um tímasetninguna, enda er Ijárhagur minni sókna og prófastsdæma víða bágborinn vegna hátíðarhaldanna á þessu 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.