Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 40

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 40
5. gr. Lagt er til að hver nefnd sé skipuð þremur fulltrúum. Er það í samræmi við þá almennu stefnu sem hefur verið mörkuð að hafa nefndir kirkjunnar þriggja manna, en kalla fremur á sérfræðinga þegar - og ef þörf krefur. Rétt þykir að tryggja eðlilega endumýjun í fastanefndum með því að einskorða nefndarsetu við eitt kjörtímabil í senn. Talið er óþarft að kjósa varamenn í fastanefndir, með hliðsjón af því eðli fastanefnda og hlutverki sem lýst hefur verið. Ef einhvers nefndarmanns nyti ekki við gæti kirkjuþing ávallt kosið nýjan nefndarmenn, ef því væri að skipta. 6. gr. Akvæðið er tíl samræmis við fýrirmæli 22. gr. þjkl. um skipunartíma fastanefnda. Mikilvægt er að kirkjuþingsfulltrúar hafi óskorað frelsi til umræðu, mótunar afstöðu og endanlegrar stefhumörkunar í málum sem fastanefndir sinna, eins og öðrum málum. Enn ffemur er nauðsynlegt að þeir hafi óheft svigrúm til eftirlits með störfum fastanefnda. Með því að skipa nefndarmenn ekki úr röðurn kirkjuþings fást hugmyndir víðar að, en kirkjuþingsmenn geta vitaskuld lagt Ifam hugmyndir sínar á kirkjuþingi. Ákvæðið er þó ekki afdráttarlaust og ef fengur þykir að því er hægt að skipa kirkjuþingsfulltrúa í fastanefnd. Að lokum má nefna að viss valddreifmg felst í því fyrirkomulagi sem hér er lagt til. 7. gr. Lagt er til að fastanefndir fái nokkurt svigrúm til að skipuleggja störf sín í stað þess að njörva þau niður í fastmótuðum fyrirmælum. Viðfangsefni fastanefnda og starfsumhverfi er einnig með þeim hætti að naumast er þörf strangra formreglna um málsmeðferð. Nefndimar em ekki að fást við beina afmarkaða persónulega og/eða fjárhagslega hagsmuni heldur almenn atriði eins og að framan er rakið. Eigi að síður þykir rétt að tryggja lágmarksviðmið um varðveislu gagna og upplýsinga og ábyrgð í því sambandi. Er því lagt til að formaður beri ábyrgð á því að rétt sé farið með gögn nefnda og upplýsingar. 8. gr. Fastanefndir, eins og stjómvöld þjóðkirkjunnar almennt, verða að halda sig innan íjárhagsáætlana. Er mikilvægt að skylda þeirra sé að þessu leyti ótvírætt og skýrlega bundin í starfsreglur. Gert er ráð fyrir að kostnaður af störfum fastanefnda greiðist úr Kristnisjóði að meginstefnu til. 9. gr. Lagt er til að fastanefndir njóti þjónustu á biskupsstofu t.d. fundaraðstöðu o. fl. Biskup hefur lýst sig samþykkan þeirra ráðstöfun fyrir sitt leyti. 10. gr. Lagt er til að reglurnar öðlist gildi þegar í stað (sem er þá við birtingu þeirra í stjómartíðindum). Er það til að tryggja að nefndimar geti þegar hafið störf með lögmætu umboði. Akvæði til bráðabirgða Þær fastanefndir sem kosnar verða nú hafa skemmra umboð en þær sem kosnar verða næst þar eð þær em kosnar á miðju kjörtímabili. Er það óhjákvæmilegt til að koma lögmætri skipan um fastanefndir í fast horf árið 2002.1 ljósi þess skamma tíma sem þær nefndir munu sitja er lagt til að heimilt sé að endurkjósa sömu menn í nefndimar ef henta þykir. Óeðlilegt er að menn sitji einungis í tvö ár og þykir því rétt að veita þetta svigrúm. 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.