Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Side 54
umslagið, sbr. 2. ml. 1. mgr. 5. gr. og lokar því, fyllir út eyðublaðið og undirritar,
leggur gögnin í áritaða umslagið og sendir kjörstjórn það í ábyrgðarpósti.
9. gr. Kjörstjóm telur atkvæði eigi síðar en að viku liðinni frá þeim skilafresti á
pósthús sem hún setur, sbr. 3. ml. 5. gr. og úrskurðar þau.
10. gr. Réttkjörinn biskup eða vígslubiskup er sá, sem fær meirihluta greiddra
atkvæða. Ef enginn fær þann atkvæðafíölda skal kosið að nýju milli þeirra tveggja
sem flest fengu atkvæði. Ef tveir fá jafnmörg atkvæði skal kosið milli þeirra. Ef fleiri
en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða milli hverra tveggja kosið er. Sá er
réttkjörinn, sem fær þá flest atkvæði. Verði atkvæði jöfn skal veita embættið öðrum
hvomm þeirra.
11. gr. Ef endurtaka þarf kosningu skv. 10. gr., gilda sömu reglur um þá kosningu,
sbr. 7., 8., 9., 12. og 13. gr. starfsreglna þessara. Þó skal kjörseðill, sbr. b- lið 7. gr.,
einungis greina nöfn þeirra tveggja sem kosið er um.
12. gr. Heimilt er að kæra kosningar samkvæmt starfsreglum þessum, sbr. og 5 og 6.
gr. Yfirkjörstjóm þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um kirkjuþing, fer með endanlegt
úrskurðarvald í ágreiningsmálum vegna kosninga samkvæmt starfsreglum þessum.
Fer um kærumál og meðferð þeirra eftir gildandi starfsreglum um yfirkjörstjóm á
hverjum tíma eins og við getur átt, nema starfsreglui' þessar mæli annan veg.
Rétt til að kæra kosningu samkvæmt starfsreglum þessum eiga þeir einir sem hafa
kosningarrétt. Kærur vegna kosningar skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en sjö
dögum eftir að atkvæði eru talin, sbr. 7. gr. Slíkar kærur skulu hafa borist kjörstjóm
með sannanlegum hætti fyrir kl. 16:00 á síðasta degi kærufrests, eða hafa verið
póstlagðar í síðasta lagi þann dag. Leggur hún þær fyrir yfirkjörstjóm þjóðkirkjumiar
til úrskurðar ásamt athugasemdum sínum. Yfirkjörstjóm úrskurðar innan viku um
kæruna.
13. gr. Þegar endanleg niðurstaða kosningar liggur fyrir tilkynnir kjörstjóm
kirkjumálaráðherra úrslit kosningarinnar.
14. gr. Starfsreglur þessar sem settar em samkvæmt heimild í 7., 8. og 17. gr. sbr. 59.
gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1.
janúar 2001. Starfsreglur þessar skulu sæta endurskoðun á kirkjuþingi árið 2001.
Að tillögu löggjafamefndar samþykkir kirkjuþing einnig eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuráði er falið að gera tillögu til kirkjuþings 2001 um einhverja þá skipan, sem
talist gæti hliðstæð ákvæði 40. gr. þjkl. nr. 78/1997. Jafhframt er kirkjuráði falið að
afla umsagna sóknamefnda og sóknarpresta og álits héraðsfunda á tillögum þeim á
þskj. nr. 36 er varða breytt fyrirkomulag kjörmanna, kosningu í kjördeildum o fl.
50