Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 82
Tillaga til þingsályktunar
um kosningu starfsnefndar til að gera tillögu
til kirkjuþings 2001 um skipurit fyrir störf á skrifstofu þjóðkirkjunnar
25. mál, flutt af Halldóri Gunnarssyni
Kirkjuþing 2000 samþykkir að tilnefnd sé þriggja manna starfsnefnd af kirkjuþingi,
kirkjuráði og biskupi til að gera tillögur til kirkjuþings um störf á skrifstofu
þjóðkirkjunnar og hvemig skipurit eigi að vera fyrir þau störf. Nefndin geri einnig
tillögu að starfsreglum um þau störf, svo og um ráðningu og lausn starfsmanna þar,
sbr. 23. gr. laga nr. 78/1997.
Greinargerð
Tillagan gerir ráð fyrir að tilnefnd sé þriggja manna starfsnefnd með varamönnum,
einum kosnum af kirkjuþingi, einum af kosnum af kirkjuráði og einum tilnefndum af
biskupi, eða með öðmm hætti eftir samþykktum starfsreglum um kirkjuþing. Nefndin
geri tillögur um störf á nýrri skrifstofu þjóðkirkjunnar, sem taki yfir fyrri störf á
biskupsstofu, og hjá kirkjuráði.
í tillögum sínum taki hún mið af því starfi svo og á tillögum sem fram hafa komið á
kirkjuþingum um aukið starf eða ný störf, t.d. samþykkt kirkjuþings 19998 um aukið
aðgengi að útvarpi og öðrum ljósvakamiðlum.
Nefndin leggi ffarn skipurit um stjómun starfa á skrifstofu þjóðkirkjunnar og geri
tillögur að starfsreglum hvemig útfærð sé 23. gr. laga nr. 7871997, sem hljóðar
eftirfarandi: "Stjómvöld þjóðkirkjunnar og stofnanir hennar fara með stjórnsýslu í
öllum efnum, þar með talda ráðningu og lausn starfsmanna og bera ábyrgð gagnvart
kirkjuþingi."
Að tillögu allsherjamefhdar samþykkir kirkjuþing eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing samþykkir að kirkjuráð leggi fyrir Kirkjuþing 2001 skipurit fyrir skrifstofu
kirkjuráðs/kirkjuþings og biskups og skilgreini hver séu stjómvöld kirkjunnar og hver
sé ábyrgð þeirra í nýrri stjómskipan þjóðkirkjunnar.
78