Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 99

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2000, Síða 99
Megináhersla þeirra sem best þekkja til í þessum heimi er að vinna með fjölmiðlum en ekki láta þá stjóma ferðinni. Kirkjan hefur oft fallið í þá gryfju og ýmsar stofnanir að vera „reaktívar“ fremur en „próaktívar“, svo að maður sletti nú í þessum efnum, að láta hrekja sig í vöm. Það er sem sagt að stofnunin gætir þess að leitast við að ráða ferðinni sem allra mest. Það þykir ekki heppilegt að koma með margar fréttir af hinum ýmsu atburðum í einu því að þá dreifist athyglin og óljóst getur orðið hvað verið er að leggja áherslu á. Menn vilja meina að það sé afar mikilvægt fyrir stofnun eins og kirkjuna að afmarka ákveðna þætti, tvö, þrjú viðfangsefni sem meginstef sem kirkjan haldi á lofti og þau séu unnin vel fyrir fjölmiðla á þann hátt að þau vekja athygli því að taktur nútímaijölmiðlunar er svo gríðarlega hraður og athyglin er afar skammvinn. Það má segja að þessi aðferð hafi verið nýtt í átaksverkefnum kirkjunnar. Meginstef ársins í ár hefur verið auðvitað kristnihátíð og það sem því tengist í héruðum og á landsvísu og svo átak Hjálparstarfs kirkjunnar um böm í ánauð. Það verk vakti töluverða athygli í ijölmiðlum og í þjóðfélaginu öllu og er gott dæmi um fjölmiðlaverkefni sem vekur jákvæð viðbrögð. Næst horfum við til þemu sem tengjast trú og sið á 21. öldinni í tengslum við hugsanlegt, væntanlegt landsþing kirkjunnar. Táknmynd eða „lógó“ þjóðkirkjunnar var hannað í fyrravor eins og þið vitið og það má líta á það sem þátt í því að kynna kirkjuna út á við. Það er á bréfsefni kirkjuráðs, kirkjuþings, Biskupsstofu og annarra aðila kirkjustjórnarinnar og er stefnt að því auka útbreiðslu þess þannig að ýmsar stofnanir kirkjunnar geti notfært sér það. Það var gerð gjörbreyting á útgáfu fréttabréfsins Víðförla. Stefna þess var skýrar mörkuð sem fréttabréfs og ráðinn var sérstakur ritstjóri í hlutastarf, en áður hvíldi vinnan á starfsfólki Biskupsstofu. Það er Adda Steina Bjömsdóttir sem hefur ritstýrt Víðförla. Hann kemur út mánaðarlega og fer víða á stofnanir og ijölmiðla og iðulega verðum við vör við að fjölmiðlar grípa einmitt upp fréttamola úr Víðförla og vekja þannig athygli á málefnum sem snerta kirkjuna heima og heiman. Framkvæmd þessarar útgáfu er á vegum Skálholtsútgáfunnar. I maí sl. var haldin ráðstefna á Biskupsstofu um þjóðkirkjuna á veraldarvefnum, internetinu, og þar var stefnt saman fólki sern komið hefur að ijölmiðlamálum innan kirkjunnar auk fulltrúa kirkjuráðs, biskups, Skálholtsútgáfunnar og fleiri. Sérstakir gestir ráðstefnunnar voru Asgeir Friðgeirsson framkvæmdastjóri íslandsnets, Haukur Amþórsson forstöðumaður upplýsingasviðs Alþingis, Jóhannes Erlingsson vefari hjá Eiðfaxa, Jónatan Einarsson frá Inn og Jón Heiðar Þorsteinsson frá Gæðamiðlun. Þetta eru allt menn sem eru afar framarlega á þessum vettvangi. Þeir fjalla allir um reynslu sína af netinu sem miðli til að koma ákveðnum boðskap til skila til sem flestra og í framhaldi af þessari ráðstefnu voru tekin saman nokkur atriði sem þarfnast nánari skoðunar og verða skoðuð. Þetta er gríðarlega krefjandi heimur sem býður upp á mikla möguleika ef vel er á haldið. Megináherslurnar sem komu fram varðandi nýtingu vefsins voru að í stað heimasíðu sem er svona stofnanatengd þá yrði frekari stefnt að því að netgáttin, eins og menn vilja kalla þetta, væri fyrst og fremst hugsuð sem aðlaðandi inngöngudyr að ýmsu því sem til er um trúarleg og andleg málefni. Þá er mikilvægt að þessari netgátt sé viðhaldið þannig að tengingum sé haldið lifandi og opnum, fréttir skrifaðar og pósti 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.