Gerðir kirkjuþings - 2005, Blaðsíða 29
6. mál 2005. Skýrsla nefndar skipaðrar af Kirkjuþingi 2004 um skipan prófastsdœma
og Kirkjuþingskosningar
Nefndin leggur ffam skýrslu um störf sín á Kirkjuþingi 2005 til kynningar á starfi sínu,
þannig að kirkjuþingsfulltrúum gefst kostur á að ræða störf nefndarinnar, hugmyndir og
tillögur. Minnt er á að tvö önnur mál á Kirkjuþingi 2005 eru frá nefhdinni komin, þ.e.
tillaga að ffumvarpi til laga um breyting á þjóðkirkjulögum nr. 78/1997 og tillaga til
þingsályktunar um samstarfssvæði í héraði.
7. mál 2005. Tillaga að starfsreglum um íslensku kirkjuna erlendis
Starfsreglum þessum, ef samþykktar verða, er ætlað að leysa núgildandi starfsreglur af
hólmi. Skerpt er á skyldum presta gagnvart söfhuðum og öðrum þiggjendum
þjónustunnar og gert skýrara að þeir starfi í íslensku lagaumhverfi og hafi sambærilega
stöðu og skyldur og íslenskir sérþjónustuprestar, eins og við getur átt. Þá er lagt til að
prestur verði valinn með svipuðu fýrirkomulagi og sóknarprestar á íslandi, þ.e. með
sérstakri valnefhd, en eðli málsins samkvæmt verður skipan valnefndarinnar annars
konar. Þá er lagt til að haldinn verði samráðsfundur íslensku Þjóðkirkjunnar erlendis
annað hvort ár. Fundinn sitji fulltrúi hvers safnaðar erlendis.
8. mál 2005. Tillaga að starfsreglum um samkirkjunefid
Tillaga þessi að starfsreglum er til að festa í sessi störf samkirkjunefndar, enda eykst
mikilvægi samkirkjulegs samstarfs sífellt, jafiit hérlendis sem erlendis. Samkirkjunefnd
hefur sinnt erlendum samskiptum, meðal annars við systurkirkjur á Norðurlöndum og
við samkirkjulegar stofnanir. Tillögunum er ætlað að styrkja tengsl
samstarfsnefhdarinnar og kristinna trúfélaga innanlands. Síðast en ekki síst styrkja
þessar tillögur samkirkjunefhdina sjálfa þar sem hún fær víðara bakland með fulltrúum
kjömum annars vegar af Kirkjuþingi og hins vegar tilnefndum af Biskupi íslands og
Hjálparstarfi Kirkjunnar.
9. mál 2005. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um héraðsfundi og
héraðsnefndir nr. 733/1998 o.fl.
Tillögur þessar fela í sér vissa einfoldun á öflun ársreikninga sókna og kirkjugarða.
A.m.k. þrír aðilar hafa verið að safna reikningunum saman, þ.e. Biskupsstofa,
Ríkisendurskoðun og prófastar. Lagt er til að Biskupsstofa annist þetta og að sóknimar
eigi þannig eingöngu í samskiptum við einn aðila í stað þriggja. Þá er gert ráð fyrir því
að fella niður skyldu héraðsfunda til að fjalla um reikninga sókna á héraðsfundunum.
Þó er héraðsfundi heimilt að gera það eftir sem áður.
10. mál 2005. Tillaga til þingsályktunar um Kirkjumiðstöð á Akureyri
Af tilefiii níu alda affnæli biskupsstóls á Hólum árið 2006 er lagt til að Kirkjuþing lýsi
yfir stuðningi við að stofnað verði til Kirkjumiðstöðvar á Akureyri. Er litið til þess að
þar verði myndaður sameiginlegur vettvangur og miðstöð þeirra aðila sem sinna
kirkjulegu starfi í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmum. Auk þess verði athugað
hvort unnt sé að færa þangað einhver verkefm sem nú er sinnt frá Biskupsstofu í
Reykjavík og varða sérstök málefni í Hólaumdæmi s.s. kirkjugarðaumsýsla þar og
prestssetra.
27