Gerðir kirkjuþings - 2005, Page 37
Frumvarp til laga um breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
BCirkjuráð veitti umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða,
greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993. Efni frumvarpsins hafði hlotið umfjöllun
Kirkjuþings 2004 og var það samþykkt sem lög ffá Alþingi síðastliðið vor.
“Verndum bernskuna”
Forsætisráðuneytið, Þjóðkirkjan og Velferðarsjóður bama hafa tekið höndum saman um
átak í uppeldismálum undir heitinu “Vemdum bemskuna”. Atakinu var ýtt úr vör á
blaðamannafundi í Rimaskóla í haust. í átakinu felst að kynnt verða tíu heilræði um
uppeldi bama og ffæðsluefhi sent inn á öll heimili í landinu. Stefht er að því að mynda
víðtæka samstöðu um vemdun bemskunnar með þátttöku þeirra sem koma að
málefhum bama og ungmenna. Höfðað verður sérstaklega til foreldra og annarra
uppalenda með þessu átaki. Heilræðin tíu og umfjöllunin um þau er einnig að finna i
nýútkomnu efhi fýrir bamastarf kirkjunnar. Einnig tengist átakið áherslu Þjóðkirkjunnar
í vetur á heimilið og fjölskylduna. Fræðslusvið Biskupsstofu hefur umsjón með
starfsmanni verkefrúsins. Opnaður hefur verið sérstakur vefur
www.vemdumbemskuna.is.
Öryggismál kirkna
Kirkjuráð hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Fomleifavemd ríkisins um útgáfu á
ffæðsluefhi um öryggismál í kirkjum landsins. Er nauðsynlegt að huga betur að
öryggismálum kirkna og varðveislu kirkjugripa almennt, en víða í kirkjum landsins er
að finna ómetanlega dýrgripi. Vonast er til að útgáfa þessa efiiis geti orðið á næsta ári.
Endurskoðun starfsreglna vegna samþykktra stefnumála
Kirkjuráð hyggst fara yfir starfsreglur með tilliti til þeirra stefnumála sem Kirkjuþing
hefur samþykkt á undanfömum ámm og samræma þær. Er einkum um tæknilegar
breytingar að ræða. Verði talin þörf á endurskoðun eða lagfæringum munu tillögur að
breytingum verða lagðar fýrir Kirkjuþing á næsta ári.
Endurskoðun stjórnarskrár
Eins og kunnugt er hefur stjómarskrámefnd verið skipuð og hefur nefndin tiltekna kafla
stjómarskrárinnar til athugunar. Á ráðstefiiu stjómarskrámefndar þann 11. júní sl. var
m.a. fjallað um ákvæði stjómarskrárinnar sem varða samband ríkis og kirkju og skýrði
dr. Siguijón Ami Eyjólfsson ffá sjónarmiðum Þjóðkirkjunnar. Fylgst verður með
málinu af hálfu Kirkjuráðs.
Minningarkapella Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri
Kirkjuráð gekk til samninga við sóknamefnd Prestsbakkasóknar,
Kirkjubæjarklaustursprestakalli, Skaftafellsprófastsdæmi, um rekstur og viðhald
kapellunnar. Sóknin rekur þijár kirkjubyggingar og er kapellan ekki sóknarkirkja, en
vegna sögu hennar og staðsetningar á Kirkjubæjarklaustri hefur hún sérstöðu, en sóknin
getur vart staðið ein að rekstrinum. Starfandi hefur verið rekstrarstjóm fýrir kapelluna
undanfarin ár en með samkomulaginu tryggir Kirkjuráð ákveðin fjárffamlög árlega á
næstu þremur árum. I vændum er talsvert viðhald á kapellunni utanhúss. Fjárhagur
kapellunnar er aðskilinn fjárhag Prestsbakkasóknar að öðm leyti.
35